Andvari - 01.01.1922, Page 148
144
Bókasöfn og þjóðmenning.
(Andvari.
safnsins; t. d. skreyta smástúlkur salinn blómum
daglega, eða t. d. safnaði drengjasveit saman pening-
um og keypti prentvél handa safninu, og prentuðu
síðan drengirnir sjálfir nokkuð afbókaskrám safnsins
og minna háttar auglýsingum.
Auðvitað er börnum frá upphaíi sagt til um með-
ferð bóka, enda láta kunnugir mikið af þvi, hve vel
séu hirtar, því fremur sem það er íhugað, hve
bækur safnanna vestra eru mikið notaðar. I barna-
bókasafninu í New York nam bókalán árið 1915 tæpum
4 millj.; þar af voru 51,20°/o fræðibækur. En hirða
bókasafnsbóka vestra er ljós vottur virðingar og
vinsælda bókasafnanna. Börn, sem fá léðar bækur
heim til sín, fá með hverri bók bókarspjald. Þar er
oft skrá um merkar bækur, slundum leiðbeining um
hvernig eigi að handleika bækur og hvernig ekki.
Eilt þessara spjaldmerkja, sem börn hafa mestar
mætur á, er kennt við höfundinn, Maxon frá Wisconsin,
og hljóðar svo:
»Einu sinni var bók, sem átti heirna í bókasafni. Litið
barn fekk hana að láni. Bau fóru að tala saman, bókin og
barnið. Viljið þið nú heyra, livað bókin sagði:
»Gerðu svo vel og snertu mig ekki með óhreinum hönd-
um, góða barn; eg skammast mín fyrir það, ef eg yrði
óhrein, þegar næsta barn fær mig að láni.«
»0g láttu mig ekki liggja úti í rigningu; bækur geta
orðið kvefaðar alveg eins og börn.«
»Og, góða barn, páraðu ekki á mig með blýanti eða
bleki. Eg verð þá ljót og skammast min.«
»Og styddu ekki ofan á mig með alnboganum, þegar þú
lest mig; mig kennir þá til.«
»0g þegar þú leggur mig á borðið, þá máttu ekki láta
andiitið á mér snúa niður. Mundu það, að þú myndir ekki
vilja láta fara svo með þig.«