Andvari - 01.01.1922, Qupperneq 149
Andvari].
Bókasöfn 05; þjóðraenning.
145
»0g legðu aldrei neitt þj'kkt á milli blaðanna minna;
það getur brotið í mér hrygginn.«
»0g allt af þegar þú hættir að lesa í mér og heldur, að
þú gleymir, hvar þú ert, þá hrjóttu ekki blað í mig, heldur
láttu þunnt bókarsþjald, þar sem þú endar, og legðu mig
síðan fyrir á aðra liliðina, svo að eg geti livílt mig vel
og rólega.«
»Mundu eftir því, að eg þarf að finna mörg önnur börn,
þegar þú liefir lokið við að lesa mig. Og það getur verið,
að við hittumst aftur síðar, og þá gæti þér leiðzt að sjá,
hvað eg væri orðin gömul, óhrein og slitin. Hjálpaðu mér
til þess að vera hrein og hcil, þá skal eg bjálpa þér til
skemmtunar og gleði.«
Barnasöfnin eru til afnota nálega allan daginn og
mjög sókt. Börnin þyrpast þangað, þegar skólatíminn
er úti, svo að það kemur fyrir, að loka verður
söfnunum eða banna börnum inngöngu, vegna þess
að lleiri kotnast ekki fyrir.
Ein ánægjulegasta sjón er að sjá barnabókasafn
vestra að kveldi til, baðað i ljósi, alskreytt blómum,
myndum, bókum og börnum. Alstaðar úir og grúir
af börnum, kappsömum og fróðleiksfúsutn, kringum
bókavörð, við hillurnar, við borðin, jafnvel á gólfinu,
ef ekki er rúm annarstaðar. Alslaðar teygjast fram
kollarnir; hvarvetna sér í glaðleg augu. A einum
staðnum vekur gleðina skemmtileg bók, á öðrum fögur
mynd eða nýtt hefti lengi þráðs tímarits. Og ekki
dregur sú tilhugsun úr ánægjunni, að mörg þeirra
barna, sem með þessum hætti dveljast eitt kvöld í
viku eða lleiri í safninu, inyndu tæplega ella hafa
nokkurl annað hæli en götur eða víðavang.
Almaiinasöfn og skólar.
Hér ræðir að eins um starfsemi frjálsra almanna-
safna í skólum og þá annars vegar gagnvart börn-