Andvari - 01.01.1922, Page 150
146
Bókasöfn og pjóðmenning.
lAndvari-
unum, hins vegar kennurunum. í skóladeildum safn-
anna er mikið úrval fræði- og skemmtibóka handa
nemönd'um; skólabækur eru þar ekki, en stuðnings-
bækur í ýmsum greinum og miðaðar við þroskastig
nemandanna.
Skóladeildin er oft til orðin við samvinnu bóka-
varða og kennara. Ur henni eru send söfn í hvern
bekk skóla bæjarins eða héraðsins, vitanlega að óskum
kennanda og skólastjórnanda. í slíku »bekkjarsafni«
eru fáeinar bækur, litlu fleiri en nemendur í bekkn-
um, allar valdar við hæfi þeirra. Bækurnar eru settar
i hillu í sjálfri kennslustofunni og þaðan mega
nemendur fá bækur til notkunar, einnig heim til
sín. Allir eru þar jafnréttháir, og engin aldurstakmörk
gilda hér. Með safninu fylgir skrá um bækurnar, og
er þar með útlánsskrá, sem kennendur fylla jafn-
óðum, eftir því sem útlán fara fram, venjulega
ákveðinn vikudag. Sjaldan hverfa bækur. Sumstaðar
er kennuruin heimilað að fá mörg eintök sömu bókar,
svo að jafnvel allir lærisveinarnir geti lesið heima
samtímis og rætt síðan efnið á eftir. Oftast er skipt
um þriðja hvern mánuð.
Þetta, sem nú var sagt, gildir vestra venjulega um
barnaskóla og unglinga-(gagnfræða-)skóla. í lærðum
skólum (»highschools« og »colleges«) eru venjulega
til söfn, sem skólarnir eiga sjálfir. En þangað er
og sent úr almannasöfnum eftir beiðni (oft allt að
3—4 þús. binda), og verða þá skólasöfnin mjög
hagkvæm útibú.
Mest kveður að þessari skólastarfsemi í ButTalo
(N. Y.) Public Library, og eru í skóladeild þess
safns rúml. 42 þús. binda. Árið 1915 nam bókalán
þaðan til 920 skólasafna 499379 bókum (öll ibúatalan