Andvari - 01.01.1922, Page 151
Andvari|.
Bókasöfn og þjóðmenning.
147
í BufTalo var þá 423715). í Medford í Massachusetts,
smábæ með 18244 íb., er almannasafn, sem lánar
83 skólabekkjum árlega samtals 40 þús. binda,
Bekkjarsafnahillurnar standa jafnan auðar og hver
bók þar er lánuð út að meðaltali 7^/2 sinni á ári.
Til styrks nemöndum eru og handbókasöfn. í
skólastofum víða eru festar leiðbeiningar um næsta
almannabókasafn. En almannasöfnin láta sér þetta
ekki nægja. Bókaverðir eru oft sendir í skólana og
ílytja þar erindi fyrir nemöndum um nytsemi bóka-
safna. Söfnin bjóða og við og við nemöndum og
kennurum, oft heilum bekk í einu lagi, til þess að
litast um í söfnunum. Þá er og nemöndum veitt
tilsögn í notkun safna, t. d. með erindum bókavarða
í slíkum heimsóknum. Sumstaðar veita bókasöfnin
nemöndum í tveim efstu bekkjum skólanna beinlínis
kennslu i þessum efnum* Það er vestra talið. engn
minna varða að geta fundið fljótt úrlausn tiltekins
efnis en að læra svo og svo mikið.
Þegar nemendurnir yfirgefa skólana, standa bóka-
söfnin þeim opin. Bókasöfnin fá frá skólastjórum
skýrslu um þá unglinga, sem yfirgefa skólana, og
reyna að hafa uppi á þeim, t. d. með bréfaskiptum,
og fá þá lil að nota söfnin. Hér skal birt eitt slíkt bréf:
Free Public Library,
East Orange, New Jersey.
Vér höfum orðið pess áskjmja, að pér eruö ekki lengur
neniandi í . . . skóla. En þér kunniö að hafa löngun til að
kynna yður eitthvert efni eða lesa fróðlegar bækur. Bóka-
safnið býður yður hér með hjartanlega velkominn lil þess
að nota bækur sinar.
Ef þér eruð ekki þegar skráður lántaki, er oss það
ánægja, að þér komið í safnið og látið skrá yður.
Oss mun vera ánægja að því að leiðbeina yður í bóka-