Andvari - 01.01.1922, Page 152
148
Bókasötn og þjóðmenning.
lÁndvari.
vali, hvort sem er til skemmtunar eða til sérrannsókna
i hverju efni sem er.
Með mikilli virðingu.
hókavörður.
En þetta Iáta söfnin sér ekki nægja. Unglingum
kann að þykja ekki við sitt hæfi að nota barnabóka-
söfn, þótt þar séu auðvitað jafnan bækur handa
þeim. Hins vegar getur verið hætta að hleypa þeim
viðstöðulaust að bókasöfnum í heild sinni, sumpart
vegna bókavals, sumpart af því að þau kunna að
fælast frá sökum mergðarinnar. Því hafa ýmis söfn
sett upp sérsöfn handa unglingum, »unglingasöfn«,
sem höfð eru samt í opin-hillu-deildunum. Auðvitað
eru unglingar ekki neyddir til þess að nota þau.
Enn eru þau og á tilraunastigi, en þó mikið af þeim
látið.
Ekki láta söfnin vestra sér minna annt uin kenn-
ara en nemendur. Hverjum kennara er jafnan nauð-
syn að geta fyigzt með í kennslugreinum sínum.
Standa söfnin þar jafnan á verði fyrir kennarana í
öllum greinum, enda hafa kennarar sérréttindi við
söfnin um fram aðra menn, mega fá eins margar
bækur og halda þeim eins lengi og þeir þurfa. Viða
er og í kennarastofum slegið upp auglýsinguin frá
söfnunum um efni, sem kennara varða, hvötum um
það að skýra söfnunum frá tillögum um bókakaup
o. s. frv. Og er koma bókanna síðan tilkynnt kenn-
urunum. Sumstaðar fara bókaverðirnir sjálfir á fund
kennaranna við og við (einu sinni eða tvisvar í mán-
uði) og tala við þá eða halda fundi með þeim. í
sumum söfnum er sérstakt kennaraherbergi, fyllt úr-
valsbókum, einkannlega ætluðum kennurum.
Markmið bókasafnsstarfseminnar vestra gagnvart