Andvari - 01.01.1922, Side 155
Andvari].
Bókasöfn og pjóðmenning.
151
námsgreinum, enda er fræðslan að komast í það
horf. Gott dæmi þessa er nefnt kennaraskólinn í
Cleveland. Þar eru tvö 13 vikna námskeið, með 3
stundum í viku, eða samtals 78 stundum í bóka-
safnsfræðslu.
Umlerðarsöín og lieimasöfn.
Ameríkskum bókavörðum þykir ekki nóg að sjá
fyrir þeim, sem komið geta í söfnin. Þeir vita það,
að til eru menn, í hundraða þúsundatali, sem aldrei
geta komið í safn, ýmist vegna vinnu sinnar eða
vegalengdar frá söfnum. Bókaverðirnir telja þessa
menn hafa jafnan rétt til bókasafnanna sem aðra
menn og þeim jafnmikla nauðsyn á fræðslu þeirri
og skemmtun, sem bækur veita. Þvi eru sérdeildir í
þessu skyni í söfnum vestra.
Melvil Dewey heitir sá maður, sem hefir verið
einn hinna fremstu og ötulustu forgöngumanna í
bókasafnsmálum vestra hina síðari áratugi. Hann
fann árið 1892 ráð til þess að leysa þá örðug-
leika, sem í fyrsta bragði virðast vera á því að gera
bókasöfn nothæf fjarstöddum mönnum, og er reglum
hans um þetta efni í höfuðdráttunum enn fylgt um
alla Ameríku.
Þessu má lýsa með fám orðum. Úr almannasafni
eru valin bó.kasöfn, 25 lil 100 binda, þau síðan send
á tiltekinn stað, félögum, lestrardeildum, búgörðum,
námumannaflokki, járnbrautarmannaflokki, skógar-
höggsmannaflokki o. s. frv. í sumum ríkjum eru sér-
söfn ætluð til umferðar í ýmiss konar fangahúsum,
vinnustofnunum og uppeldisstofnunum. Umsjón þess-
ara umferðarsafna er í höndum ríkisbókasafnanna
eða bókasafnsnefnda einstakra ríkja. Áhrifin eru
*10