Andvari - 01.01.1922, Side 156
152
Bókasöfn og þjóðmenning.
[Andvaii.
gríðarlega mikil, og er talið að V3 milljón bóka sé
stöðugt í láni í sveitum frá umferðarsöfnum, öllum
eiginlegum bæjum frá töldum.
Ríkisbókasöfnin og nefndirnar hafa sérstaka starfs-
menn, sem sjá um umferðarsöfnin, bókaval og send-
ingar. Það þykir einna ábyrgðarmest starf að hafa
á hendi umsjá með þeim. Slíkir bókaverðir eru næst-
um ávallt á ferðalagi, í því skyni að vinna að fjölgun
slíkra safna, flytja erindi um þau o. s. frv. Vitanlega
eru lántökuskilyrði mjög einföld, eius og leiðir af
markmiðinu. Það er nóg, að 3—4 menn, skattgreið-
endur, sendi skriflega beiðni til safns eða nefndar og
skuldbindi sig til þess að greiða iðgjöld, sem sett
eru, bætur fyrir bækur, sem glatast o. s. frv.
Iðgjöldin eru að eins ílutningskostnaður, allt af
jafnhár lalinn fyrir jafna bókatölu, án hliðsjónar á
vegalengd, oftast 2 dollarar. Umferðarbókasöfnin eru
venjulega 6 mánuði á hverjum stað, en geta þó verið
skemur eða lengur. Þau eru send í þar til gerðum
kassa, sem einnig má breyta í bókaskáp. Með fylgj a
prentaðar eða vélritaðar skrár bókanna, og er þeim
útbýtt með notöndum ókeypis. Reynt er að láta um-
ferðarsöfnin liggja vel við og góðir menn fengnir
til umsjónar þeirra; tíðast eru þau á bréfhirðinga-
stöðuin, símastöðvum o. s. frv.
En einnig í bæjum hafa bókasöfnin umferðarsöfn,
og kallast þá heimasöfn. Þau eru send í verlcsmiðjur
til nota starfsmönnum, í miklar atvinnustofnanir,
brunastöðvar, lögreglustöðvar, fangahús o. s. frv.
Þau eru ætluð bæði fullorðnum mönnum og ungum.
Þetta kemur sér mjög vel mönnum, sem mikið hafa
að gera. Árið 1915 nam t. d. útlán bóka úr almanna-
safninu í New York 962355 bd. *