Andvari - 01.01.1922, Page 157
Andvari].
Bókasöfn og þjóðmenning.
153
Vel er vandað um val bóka til umferðar bæði í
almennum fræðum og í sérfræðigreinum, t. d. þar
eftir atvinnugreinum staðarins, sem til er sent. Og
ekki spara bókaverðir að senda mönnum leiðbein-
ingar um lestur og bækur, er varða tiltekið efni,
bæði eftir beiðni um tiltekna grein og almennt.
Petta gerir mönnum hinn mesta létti. Við umferðar-
söfnin og lestrarleiðbeiningarnar eru tengdir fyrir-
lestrar með föstu skipulagi, allt lútanda að sama
markmiði, að greiða götu hvers einstaklings til náms
á eiginhönd.
Bókasafnsneíndir ríkjanna.
í ílestum ríkjum Bandaríkjanna eru nú sérstakar
nefndir til eflingar bókasafnsmálefnum. Starfsvið
þeirra er margvíslegt. Fyrst og fremst hafa þær ráð-
gjafarvald, gefa leiðbeiningar um hússmíð handa
söfnunum, val bókavarða, bókakaup o. s. frv., halda
enn fremur námskeið handa bókavörðum. Sumstaðar
eru til reglulegir og stöðugir bókavarðaskólar, með
allt að tveggja ára námi. Þar að auki sjá bókasafns-
nefndir fyrir bókvörzlunámskeiðum á sumrum, um
6 vikna tíma, auk þess sem starfsmenn nefndanna
ferðast um til bókasafnanna til þess að veita leið-
beiningar; slíka menn liafa nefndirnar einn eða
fleiri í þjónustu sinni, og ferðast þeir um ríkin.
Nefndirnar hafa á hendi umferðarsöfn, og skólum í
sveit hjálpa þær á sama hátt sem almannasöfn bæj-
arskólum. Allt, sem ríkin prenta, senda nefndirnar
kostnaðarlaust söfnum síns rikis. t*ær standa og fyrir
bókaskiptum og útbýtingu á aukaeintökum safnanna.
Fjárstyrkur til safna fer gegnum hendur nefndanna.
Starf þeirra er því mjög mikilsvert, og þykjast Ame-