Andvari - 01.01.1922, Page 158
154
Bókasöfn og þjóðmenning.
[Ajidvari.
ríkumenn ekki fremur geta verið án þeirra en skóla-
nefnda, heilbrigðistjórnar o. s. frv.
Bókaverðir og menntnn þeirra.
Frjáls almannasöfn í Ameríku eru í senn notönd-
um upphafsskóli drengjum og hæsti og iærðasti
háskóli fullorðnum. Því eru bókaverðir af Ameríku-
mönnum taldir í senn forustumenn þjóðarinnar og
kennendur. Á bókavörðum þeirra hvílir því ábyrgðar-
mikið starf, enda er látið mikið af þekkingu þeirra,
skyldurækt og alúð við alla menn; segir það sig og
sjálft, þegar litið er á það, hver lyptistöng söfnin eru
vestra í öllum greinum. Þeir hljóta einnig afbragðs-
menntun vestra. Árið 1887 var fyrsti bókavarða-
skólinn stofnaður vestra. Nú eru þeir 10, og stendur
námið 1—2 ár. Auk þeirra eru námskeiðin, sem
áður var lýst. ÖIl stærri söfn hafa auk þess kennslu-
deild handa »lærlingum«, sem veitir tilsögn í þeim
starfsaðferðum, sem tíðkaðar eru í hverju þeirra um
sig. Loks er bókasafnsstarf að verða námsgrein jöfn
öðrum við háskóla, kennaraskóla og fleiri skóla í
Ameríku.
Bókasafnslærlingar eru teknir eftir nám, sem svara
myndi til 8—9 ára skólanáms á Norðurlöndum. Inn-
tökuskilyrðin eru gott próf, einkum í bókmenntasögu,
sögu, þjóðfélagsfræði og móðurmálinu og nokkur
kunnátta í erlendum tungum og tölvísi. Enginn er
tekinn, nema gangi undir skriflegt próf í þessum
greinum og sé fullra 17 eða 18 ára að aldri. Lær-
lingatíminn við söfnin er 8—10 mánuðir með 7
stunda vinnu á dag. Kennslu veita sérfróðir menn
og auk þess taka nemendur þátt í vinnu við söfnin.
Kennslan er ókeypis, enda fá lærlingar engin laun.