Andvari - 01.01.1922, Page 159
Andvari].
Bókasöfn og pjóðraenning.
155
Að loknum námstíma er próf haldið og þeir, sem
standast, teknir i þjónustu safnsins í lægsta flokk
starfsmanna. í æðri stöður safnanna komast menn
yfirleitt ekki, nema með því að hafa lokið námi á
bókavarðaskóla.
Námskeiðum er áður lýst; þar fá ekki aðrir upp-
töku en bókaverðir.
Aðalbókasafnsskólinn vestra er í Albany í New York.
Upptökuskilyrði eru nám við einhvern æðra skóla
og próf við viðurkenndan háskóla, er svarar hér um
bil til hjá oss háskólastigsins cand. phil. (Bachelor
of Arts); aldurstakmark er 20 ára aldur. Gott próf
er áskilið í bókmenntasögu og sögu, enn fremur í
þjóðfélagsfræði og nokkur þekking í þjóðmegunarfræði;
auk þess er krafizt nokkurrar þekkingar í þýzku og
frakknesku. Fullkomið nám við þenna skóla tekur
tvö ár, með 36 vikna námi á ári og 42 stunda
vinnu á viku, eða 7 stundum á dag.
Við lok fyrra ársins er haldið próf, og þeir einir
fá að taka þátt í námi síðara árið, sem bezt hefir
gengið námið og prófið. Við síðara árið eru og próf,
og veita þau, ef góð eru, rétt til nafnbótarinnar
»Bachelor of Library Science«, sem er lægsta nafnbót
skólans. Menn geta og fengið nafnbótina »Master«
og »Doctor of Library Science.« Til þess að verða
»Master« þurfa menn að hafa stýrt bókasafnsdeild
sjálfstætt í fimm ár og hafa samið ritgerð um bóka-
safnsmálefni, er tekin sé gild og sýni sjálfstæðar
rannsóknir og hugsun, góðan skilning og góða máls-
meðferð. En »Doctor« er nafnbót, sem að eins er
veitt í heiðursskyni þeim safnamönnum, sem skara
fram úr öðrum.
Námsgreinir skólans eru aðallega: