Andvari - 01.01.1922, Page 163
•Andvari].
Þýðingar.
159
orð máli mínu til varnar og áréttingar. En ekki
kemur það af því, að ég hafi skift um skoðun síðan
ég ritaði greinina, né telji þetta minna nauðsynjamál
nú en þá. Hitt er heldur, að timar hafa verið
óhentugir til þess að hefja fyrirtæki þetta í svo
stórum stíl sem æskilegt hefði verið, og umræðurnar
um málið hafa að nokkru leyti tekið ranga stefnu,
svo að deyfð manna að taka við nýjungum gat haft
það að yfirvarpi. En eins og ég tók fram í niðurlagi
fyrri greinar minnar, eru bollaleggingar um gott mál,
sem aldrei verða að framkvæmdum, verri en einskis
nýtar. Ég vildi því ekki auka þessar umræður né
mæla fleiri eggjunarorð mér og öðrum til dóms-
áfellis, heldur beið þess að ég sæi færa leið opnast
tnálinu til framkvæmda.
II.
En úr því að ég er aftur farinn að rita um þetta
mál, verður ekki hjá því komist að gera athuga-
semdir við eitt atriði úr umræðunum um það.
Mörgum kennurum hefur þótt anda kalt til barna-
skólanna frá grein minni, einkum þar sem ég taldi
það mikinn ábyrgðarhluta að »vilja risa gegn for-
lögunum og staðháttunum, og koma upp barnaskól-
um í hverjum hreppi eftir útlendri fyrirmynd, í stað
þess að hlúa að heimilismentuninni o. s. frv.«. Peim
hefur fundist ég vilja nota mótbárur mínar gegn
skólunum að agni fyrir íhaldsmennina, svo að þeir
þessvegna bitu fremur á minn krók. Og þeir menn
munu vera til, sem svo illa eru læsir, að þeir hafa
haldið ég vildi útrýma öllum barnaskólum, þó að
•ég segi hið gagnstæða.
Það er kennurum hin mesta vorkunn, að þeir