Andvari - 01.01.1922, Page 164
160
Pýðingar.
[Andvari..
hafa viljað verja stétt sína og starf. Enda hafa þeir
gert það með þeirri kurteisi og hófsemi, að þeim
er það til ærins sóma. Lakast er, að umræðurnar
um þetta atriði kunna að hafa dregið athygli manna,
og þá einkum kennara, frá aðalmálinu. Pví vildi ég
víkja að andmælunum nokkrum orðum.
Aukaairiði er fyrst og fremst skoðun mín á barna-
skólum. Ef til vill ræði ég hana seinna í betra tómi,
en nú hef ég enga löngun til þess. t*að er sem
stendur óþarfi að vara við flasfengnum nýbreytingum
á þvi sviði. Fjárkreppan sníður oss í því efni fremur
of þröngvan stakk en of víðan. Eg skal fúslega
viðurkenna, að það var þarfleysa af mér og óhyggi-
legt að blanda skoðunum mínum á skólamálum inn
í röksemdirnar fyrir tillögu minni. Þær voru nógar
án þess. En þetta slæddist með af þeirri ástæðu, að
greinin um þýðingarnar var partur og ágrip af lengri
hugleiðingum, sem fjölluðu um alþýðumentun vora
yfirleitt. — Annað aukaatriði var sú röksemd mín,
sem í sjálfu sér er óhrekjandi, að ekki væri of
mikið gert fyrir sjálfmenlunina í landinu í saman-
burði við skólamentunina, þó að ríkissjóður veitti
nokkurt fé til útgáfu góðra bóka (og til lestrarfélaga,
gæti ég bætt við). Ég gat vel mælt með þýðingunum
og styrk til þeirra án þess að sveigja að því einu
orði, að sjálfmentunin væri andstæða eða keppi-
nautur skólamentunarinnar.
Ef ég reyni nefnilega að setja mig 1 spor alþýðu-
kennara, þá hljóta aðalatriði málsins frá þeirra
sjónarmiði að vera þessi: 1) sjálfmentun er æskileg-
asta takmark allrar skólamentunar; hætti lærisveinninn
að sinna andlegum þroska sínum að skólanáminu
loknu, hefur kennarinn að mestu leyti unnið fyrir