Andvari - 01.01.1922, Side 165
-Andvari].
Þýðingar.
161
gíg. 2) fyrir alla alþýðu, en einkanlega íslenzka
alþýðu lil sveita, eru bækur nauðsynleg gögn til
sjálfmentunar. 3) oss vantar sorglega bókaforða á
íslenzku máli, er vaxinn sé kröfum nútímans, og
beinasta ráðið til þess að bæta úr því er að hlynna
að útgáfu góðra þýðinga. — Ég vona, að öllum
skynsömum kennurum geti komið saman um þessi
atriði, að þeir geti látið sér skiljast, að meiri og
betri bókakostur muni gera starf þeirra sjálfra auð-
ugra og frjósamara. Þessvegna treysti ég á öflugan
stuðning þeirra til þess að koma þýðingamálinu í
framkvæmd. Ágreiningsatriðin milli mín og þeirra
hafa aldrei komið þvi máli við. Og á slíkum tímum,
sem nú eru, þegar svo margt hrynur í rústir af
sjálfu sér, hlýtur hverjum góðum manni að vera
skapfeldara að eiga samleið með öðrum til þess að
reisa, heldur en Ieita eftir deilumálum og eiga í
höggi við þá til niðurbrots.
Aðrar mótbárur, sem fram hafa komið, hafa verið
einangraðar og lítils verðar. í landi, þar sem öll
mentamál eru í ríkisins höndum, er það t. d. býsna
skoplegt að telja það varhugavert, að ríkið styðji
bókaútgáfu. Flestar þessar mótbárur hafa líka fremur
átt við málið í þeirri mynd, sem ég bar það áður
fram, en eins og það nú horfir við. Þessvegna nenni
ég ekki að eltast við þær hér, jafnvel þó að ég telji
þær hafa mist marks.
III.
Það er skemtilegt verk að skýra frá hugsjón, sem
maður trúir sanna vera og horfa til almennings
heilla, ekki sízt ef sú von fylgir, að nóg sé að benda
á gott mál og færa gild rök fyrir því, til þess að