Andvari - 01.01.1922, Page 166
162
Þýðingar.
[Andvariw.
það verði framkvæmt. Hitt gerir pennann þungfærari,
ef maður á að taka þetta óskabarn sitt og höggva
af því hæla og tær til þess að hneppa það í of
krappan skó. Þetta ætla ég samt að gera nú, og ég
þykist með því sýna meiri trú á málið, en ef ég
hefði kastað því frá mér og sagt: alt eða ekkert!
Eg tel það stóran skaða, að vér getum ekki haft
mann, sem helgar þessu máli alt starf sitt, leitar að
bókum og velur þær, velur þýðendur og endurskoðar
þýðingarnar, skrifar innganga að bókunum o. s. frv.
Eg tel það stóran skaða, að ekki skuli vera hægt
að gefa út a. m. k. 100 arkir á ári og styrkja út-
gáfuna svo ríflega af almanna fé, að sem fæstum
heimilum væri ókleift að eignast bækurnar. Fln nú
eru aðrar framtíðarhorfur á iandi hér en voru 1919.
Ægileg fjárkreppa vofir yfir ríki og einstaklingum
það væri glapræði að skapa ný embætti eins og nú
stendur; útgáfa bóka er ákaflega dýr, en geta
almennings að kaupa þær er að þverra. Samt sem
áður má bókaútgáfa með engu móti stöðvast. Bók-
sölunum er trúandi til að ráðast í að gefa út það
bezta, sem þeim býðst af nýjum íslenzkum skáldritum.
Og Sáttmálasjóðurinn, Bókmentafélagið o. fl. stofn-
anir munu tryggja nokkurnveginn útgáfu frumsam-
inna visindarita og fræðibóka. En'hvar er rúm fyrir
þýðingarnar í þessari þröng?
Þjódvinafélagið á að taka útgáfa erlendra ajbragðs-
rita í vönduðum islenzkum þijðingum upp á slefnu-
skrá sina.
Þegar ég af síðasta alþingi (1921) var kosinn í rit-
nefnd Þjóðvinafélagsins að mér fornspurðum, færði
ég þetta þegar í tal við hinn nýja forseta félagsins.
Ég laldi einhverja rýmkun á starfsviði félagsins i