Andvari - 01.01.1922, Page 167
Andvari].
Pýðingar.
163
þessa átt vera skilyrði þess, að eg gæti haft
nokkurn áhuga á framkvæmdum þess. Forseti tók
vel í málið, og kvaðst sjálfur hafa látið sér líkt til
hugar koma. Og mér þykir rétt að geta þess hér, að
þessi tillaga mín er gerð í samráði við hann.
Engum, sem les 50 ára minningarrit Þjóðvina-
félagsins, getur blandast hugur um, að það er komið
alllangt burtu frá upprunalegri stefnu sinni og til-
gangi. Og þó að Andvari og Almanakið séu góð rit
og vinsæ), sem menn mundu sakna af bókamark-
aðinum, þá eru þau ekki í verulegum atriðum frá-
brugðin öðrum tímaritum, sem einstakir menn ráð-
ast í að gefa út á sinn kostnað. Þau virðast ekki
ein geta réttlætt sérstöðu félagsins né gert það
samboðið henni: að félagið stendur undir umsjón
sjálfs Alþingis, og það er talin borgaraskylda að
ganga í stjórn þess og vinna þar endurgjaldslaust.
Þessvegna virðist engin vanþörf á að yngja þetta
gamla og merkilega félag upp og láta það færa út
kvíarnar. Enda hefur félagið eftir föngum gefið út
fræðirit, og flest þeirra þýdd úr erlendum málum,
svo að hér er ekki um stefnubreytingu að ræða.
Fræðsla og mentun alþýðu er eilt aðalatriðið í
þeirri baráttu fyrir efnalegu og siðferðislegu sjálf-
stæði, sem fram undan oss er. Og nú höfum vér
fengið hið pólitíska sjálfstæði, sem var fyrsta tak-
mark félagsins.
Pjóðvinafélagið stendur fjrrir margra hluta sakir
sérstaklega vel að vígi til þess að gefa út þýðingar
og koma þeim í margra hendur. Alþingi kýs stjórn
félagsins, og hún stendur því einu reikningsskap
ráðsmensku sinnar. Lengst af mun forseti félagsins
hafa stýrt þvi nokkurn veginn einvaldur, með ábyrgð