Andvari - 01.01.1922, Side 168
164
Þýðingar.
[Andvari.
fyrir alþingi. Með þessu móti ætti stjórn félagsins að
vera valin með meira viti og vera sjálf fastari í
rásinni, en í þeim félögum, þar sem almennur kosn-
ingarréttur hefur stjórnina á vandar veifi. Þegar vel
tekst að velja einvald og honum er ætlað hæfilegt
starfsvið, þá er einveldi vafalaust bezta stjórnar-
fyrirkomulag til gagnlegra framkvæmda. — Þá gefur
félagið út vinsælasta og útbreiddasta ársrit á íslenzku:
Almanakið. Mætti nota það til þess að auglýsa
bækurnar og skýra nokkuð frá þeim. En þetta og
vinsældir félagsins mundi gera bækurnar viða kunnar
og afla þeim fleiri kaupenda, en ef þær væru gefnar
út af sérstöku félagi, einstökum bóksala eða jafnvel
landinu sjáltu. — Loks er kostnaðurinn. Stjórnar-
fyrirkomulag Þjóðvinafélagsins gerir það að verkum,
að það fær margt ókeypis unnið, sem annars er
venjulega talsvert fé greitt fyrir. En um hitt er þó
meira vert, að félagið hefur fjölda reyndra og ötulla
útsölumanna um land alt, sem selja bækur þess
fyrir hæfileg sölulaun. En hár sölukostnaður er eitt
af því, sem hefur hleypt upp verði bóka hér, því að
altítt er, að bóksalar taka alt upplag til umboðssölu,
og fá þá í umboðslaun 40% af útsöluverði.
Hæfilegt virðist mér, að byrjað væri á því að gefa
út hér um bil 30 arkir í Andvara-broti á ári. Yæri
sjálfsagt að hafa það einkum, eða fyrst um sinn
eingöngu, fræðirit. Ætti það t. d. vel við tilgang
félagsins að gefa út rit um stjórnmál og þjóðfélags-
mál samtímans, lillögur til breytinga og tilraunir til
umbóta á því sviði. Einnig rit um náttúrufræði og
siðspeki. — Ekki yrði hjá því komist, að alþingi
yki styrkinn til félagsins. Mætti annaðhvort ætla því
vissa fúlgu á ári, eða greiða því vissan styrk á örk