Andvari - 01.01.1922, Síða 169
Andvari].
Pýðingar.
165
(all að ákveðinni arkatölu), og mundi það heppi-
legra. Ef útgáfan bæri sig vel, mætti lækka styrkinn,
og samt ekki fyr en félaginu, sem nú er í mikilli
fjárkreppu, væri vaxinn fiskur um hrygg. Það er
hvort sem er ekki vansalaust, að sjóður sá, sem
félagið átti einu sinni, og átti að vera því bakbjall,
en ekki eyðslueyrir, skuli nú vera étinn upp til agna.
Að sjálfsögðu þarf mál þetta nokkurn undirbúning.
Félagið verður að losa sig úr þeim skuldum, sem
það nú er í, svo að það leggi ekki hábundið út á
þessa nýju braut. Alþingi verður að hafa tíma til
þess að ráða við sig, hvort það vill veita félaginu
þann styrk, sem nauðsynlegur er til þessara fram-
kvæmda. Bækur þarf að velja og leita fyrir sér með
þýðendur í tæka tíð, svo að engu verði ílaustrað af.
Og loks þarf að athuga, hvernig breyta skuli tilhögun
félagsins, svo að þessi nýbreytni styggi enga gamla
félaga burt, en hæni sem flesta nýja að. Virðist rélt
að gefa mönnum kost á að fá einungis Andvara og
Almanakið, ef þeir kjósa það heldur, með líkum
kjörum og hingað til. En takist vel með útgáfu þýð-
inganna, munu flestir kjósa að þá þær líka. Því að
sjálfsagt er að láta fasta áskrifendur fá bækurnar
með lægra verði en þær eru seldar í lausasölu, þó
að lausasöluverðið megi heldur ekki vera svo hátt,
að það fæli menn frá að kaupa eina og eina bók.
Ég þykist hér hafa bent á leið til þess að koma
góðri og gagnlegri hugmynd í framkvæmd, án þess
það sé fjárhag vorum ofvaxið, jafnvel á þessum
krepputímum, — og leið til þess að yngja Þjóðvina-
félagið upp, nú á hálfrar aldar afmæli þess. Tillaga
þessi verður héðan af að mæla með sér sjálf. Forlög
hennar eru að mestu leyti á valdi Alþingis. En auð-
11