Andvari - 01.01.1922, Qupperneq 172
168
Dómaskipunin.
[Andvari.
dómsmála, eptir því sem næst verður komizt, þá
orðið um 1800 alls á öllu landinu. Af þeirri tölu kemur
um helmingurinn á Reykjavik, og hinn helming-
urinn á hjeruðin utan Reykjavíkur. Eptir þessu koma
um 60 einkamál árlega á Reykjavík og önnur 60 á hin
17 hjeruðin, eða ef málafjöldanum væri skipt jafnt
á hjeruðin, þá tæp 4 á hvert hjerað árlega. Slík
jafnaðarskipting er, eins og jafnaðarskiptingar yfirleitt,
þó ekki raunveruleg. í sumum hjeruðum koma jafnvel
árum saman engin mál fyrir, í öðrum fá og í enn
öðrum, sjerstaklega stærri kaupstöðum, allmörg.
-I Af einkalögreglumh\um hafa alls lcomið fyrir 302,
þar af 105 í Reykjavík og 197 utan Reykjavíkur.
En það gerir aptur árlega: 7 mál í Reykjavik og 13
mál í öllum hinum hjeruðunum til samans, eða
ekki 1 mál árlega í hverju hjeraði utan Reykjavíkur.
Sakainál eru alls talin 336. Þar af koma 120 á
Reykjavík, en 216 á öll hin hjeruðin, og eptir því 8
á Reykjavík árlega, en 14 á öll hin bjeruðin, eða
ekki 1 mál á hjerað á ári.
Af almennum lögreglumáhim eru alls talin 3474.
Eru um 1460 talin hafa komið fyrir í Reykjavík, eða
um 97 á ári, en um 2010 utan Reykjavíkur, eða um
134 á ári, eða tæp 8 í hverju hjeraði árlega. Með
þessum tölum er átt við þau lögreglumál, er komið
hafa til einhverra kasta dómarans. En af þeim hefir
að eins sáralitlum hluta lokið með dómi, liklega
ekki nema um 2 á ári í Reykjavik, áætlað eptir
hundraðstölu siðari ára, og um 3 árlega í öllum
hinum hjeruðunum til samans. —
Regar litið er til þess, að sektir í almennum lög-
reglumálum geta nú skipt tugum og jafnvel hundr-
uðum þúsunda, þá verð jeg að segja, að mjer þykir