Andvari - 01.01.1922, Page 174
170
Dómaskipunin.
[Andvari.
rjettar, borið saman við yfirrjettinn áður. En af því
að hagkvœmi skipulags fer engan veginn allt af eptir
dýrleika þess, og góð skipun dómsmála er álíka
nauðsynleg fyrir heilbrigt þjóðlíf og hemjan á óróanum
er nauðsynleg fyrir gang sigurverksins, þá tel jeg
það tímabært að athuga nýja fyrirkomulagið, jafn-
skiptar skoðanir og orðið hafa um það utan þings
og innan i ræðum og ritum. Sjerstaklega vil jeg bjer
geta ritgerðar Sigurðar sýslumanns Pórðarsonar og
svo nýútkominnar blaðagreinar eptir Jón Kjartansson
lögreglufulltrúa.
Fram að 1920 voru dómstig islenzkra mála eins
og kunnugt er 3 og dómaskipun vor einnig að öðru
leyti lík dómaskipun annara landa, að öðru en
því, að æðsta dómsvald vort sat suður í Danmörku.
Sjerstaklega var dómaskipun vor sniðin eptir dönsku
fyrirkomulagi: Dómsvaldið á lægsta stigi hjá sýslu-
mönnum og bæjarfógetum, en á miðstigi hjá yfirdómi.
Og málflutningurinn var á báðum stigunum skrif-
legur, eins og hann er yfirleitt enn í Danmörku á
lægsta stigi og hefir til skamms tíma verið á miðstiginu.
Á þessu varð sú bregting með Hæstarjetlarlögunum
frá 1919, að dómsvald Hæstarjettar Dana í íslenzkum
málum var afnumið og jafnframt stofnaður Hæsti-
rjettur hjer í landi með munnlegum málflutningi, en
yfirdómurinn lagður niður, og þó engin breyting gerð
á dómaskipuninni í hjeraði. Raunverulega breytingin
á dómaskipuninni var því aðallega sú, að dómstig-
unum var fækkað um eitt. Að vísu var dómurunum
á æðra stiginu jafnframt fjölgað og sjerstökum
dómsmálaritara bætt við, en þær breytingar skipta
minna máli.