Andvari - 01.01.1922, Page 175
Andvari).
Dómaskipunin.
171
Það út af fyrir sig að fœkka dómstigunum var
auðvitað mjög alvarlegur skurður, ekki sizt þar sem
skurðurinn var gerður að ofanverðu. Það var nokkurs
konar capitis diminutio, höfuðminnkun, eða jafnvel
decapitatio, afhöfðun. Auðvitað varð að taka ofan
danska höfuðið, úr því sem komið var stöðu lands-
ins, og setja upp íslenzkt höfuð í staðinn.
En þar með er eigi sagt, að fara hafi átt eða
jafnvel að fara hafi mátl þá leið, sem farin var, að
fækka dómstigunum og lögleiða jafnframt hjer óreynt
rjettarfar á æðra dómstiginu, að öllu öðru óbreyttu.
Varkárast hefði vitaskuld verið, jafnvel þótt mál-
flutningurinn hefði haldizt skriflegur, að fækka eigi
dómstigunum, það því fremur, sem sennilega hefði
mátt koma 3 dómstigum fyrir jafnódýrt og 2 nú.
Orða hefði og mátt breytingu dómaskipunarinnar í
hjeraði, í stað miðstigs, og þá sennilega eigi alls kostar
ósvipað tillögum Launanefndarinnar frá 1914. Þó
býst jeg eigi við, að bætur sjeu tiltækilegar þar. —
Fgrst og fremst er og verður málafjöldinn utan
Reykjavíkur svo lítill, að það mundi kosta hlutfalls-
lega of mikið að hafa þó eigi væri nema 5 velhæfa
og vellaunaða dómara fyrir þau mál ein, enda eigi
ósennilegt, að stundum kynni að verða nokkur
hörgull á velhæfum mönnum, af jafnfáum og hjer
er að taka og jafnlagamannafrek og Reykjavík er og
verður. — í öðru lagi yrði almenningi, þrátt fyrir
fyrirhugaðar þingvitjanir dómaranna, miklu erfiðara
um rjetting mála sinna vegna víðáttu umdæmanna,
enda líklega seint kostur nægilega margra nýtra mála-
flutningsmanna utan Reykjavíkur. — Og siðast, en
ekki sízt, er það fyrirsjáanlegt, að það sem dómstörfin,