Andvari - 01.01.1922, Síða 176
172
Dómaskipunin.
[Andvari.
nú fullkomin aukaverk sýslumanna og bæjarfógeta,
kynni að vinna við umbótaviðleitni í hjeruðum, það
hlytu núverandi aðalstörf þeirra, hjeraðsstjórn, skatt-
heimta og fleira, jafnmikilsverð fyrir þjóðarheildina
og hjeruðin, að missa og sennilega margfalt meira,
ef horfið væri að því ráði, að fela jafnundirstöðukennd
störf alveg ólögfróðum mönnum. Að minnsta kosti
mundi þá reynast óumflýjanlegt, að vekja upp amt-
mennina.
Þá hefði og mátt orða þriðju leiðina, að fjölga
dómurunum á æðra dómstiginu líkt og gjört var, en
breyta ekki jafngagngjört til um rjettarfarið. — Úr
því að tiltækilegt þótti að fækka dómstigunum, hefði
að minnsta kosti átt að leggja það á vald Hæstarjettar
að ákveða, að hve miklu leyti mál skyldu flutt
skriflega eða munnlega, meðan nýja dómaskipunin
og málsmeðferðin var óreynd.
En engin þessara leiða var farin. Miðstigið var
slilið út úr æfagömlu kerfi, engin breyting gerð á
dómaskipuninni í hjeraði og, að fjölguninni slepptri,
enginn varúðarumbunaður gerður á æðra dómstiginu,
heldur tekin þar upp undirbúningslaust málsmeðferð,
sem að eins var kunn hjer af afspurn og háð er
nokkrum óhjákvœmilegum skilyrðum.
Aðalkostur munnlegs málflutnings er talinn fljót-
fengin úrslit ágreinings. Það er og opt mikilsvirði
að fá skjótan dóm, en það er aldrei einhlítt og
sjaldan aðalatriðið. í*að er ágætt, geti öryggi og flýtir
farið saman. En sje svo um hnútana búið, að sam-
tylgd þessara kosta sje að nokkru leyti undir kasti
komin, þá verður öryggið að sitja í fyrirrúmi.
Það hefir að vlsu komið ósjaldan fyrir, að mál