Andvari - 01.01.1922, Page 177
AndvariJ.
Dómaskipunin.
173
hafa dregizt úr hófl fram. En slíkur dráttur hefir,
ef eigi einvörðungu, þá að minnsta kosti aðallega,
átt sjer stað í hjeraði. En úr drætti þar bætir það
ekki, þó að reynt sje að draga úr honum á æðra
dómstiginu, enda ekki svo umbúið jafnvel þar, að
girt sje með öllu fyrir drátt.
Sæmilegur flýtir mála er heldur engan veginn ein-
skorðaður við munnlegan málaflutning. Aðalástæðan
til dráttar er sú, að málflytjendur fá frest í einka-
málum í hjeraði jafnopt og þeir eru sammála um
frestbeiðni, en þessum óvanda má eyða á fleiri en
einn hátt. Hæstarjettarlögin gera það með því að
heimila að eins 2 sóknir og 2 varnir í hverju máli,
jafnt þá sjaldan mál má flytja skriflega sem endrarnær.
Væri líkt lögmælt um fresti í hjeraði, og þess væri
full þörf, þá væri sett undir lekann — á rjettum stað.
En til þess að munnlegur málflutningur á úrslita-
dómstiginu geti kallazt alls kostar öruggur, þá verða
fyrst og fremst að vera valdir menn i hverju sæti á
því stiginu, eigi að eins dómararnir, heldur einnig
og engu siður málflutningsmennirnir. Báðir verða
fyrst og fremst að vera vel að sjer, hafa ýmsar
sjergáfur frá náltúrunnar hendi, og þar að auki vera
leiknir i að fara með lög. — J?að má líkja lögunum
við skjótföt og lifskjörum manna við skapnað þeirra.
Þess vegna er ekki ólíkt ákomið um lagamanninn
og klæðsalann. Eins og klœðsatinn, sem á að velja
úr miklum birgðum tilbúinna fata flík, er fari kaup-
anda vel, verður að þekkja bæði skipulag fatabúrs
sins og mælingarreglur á skapnað manna og auk
þess vera fljótur að sjá, hvað hverjum hentar, eins
verður dómarinn og mátfhitningsmaðuirnn, sjerstaklega