Andvari - 01.01.1922, Síða 178
174
Dómaskipunin.
(Andvarh
undir munnlegum málflutningi, að þekkja lögin og
lífskjörin vel og vera fljótur að átta sig.
Jeg vona, að í Hæstarjetti verði allt af til sem mest
af lagaþekking og lagaleikni. Og því fer svo fjarri,
að valtari von sje góðra lagamanna, eptir að laga-
kennsla komst a i landinu heldur en áður, að jeg tel
þeirra þvert á móli meiri von. Að minnsta kosti tel
jeg duglegan lagafullnema frá litla Háskólanum okkar
betur færan um að taka við embætti hjer á landi
heldur en jeg var það upp úr prófinu frá Kaup-
mannahafnarháskóla.
Jeg fer ekki frekara út í dómarahæfileikana. En
af því að úrslit einkamála, sjerstaklega undir munn-
Jegum málflutningi, eru eigi síður komin undir
málflutningsmönnunum en dómurunum, þá get jeg
eigi varizt að geta þess, að jeg ber nokkurn kvíðboga
fyrir því, að allt af verði nœgilega margir vellærðir
og velleiknir málflutningsmenn við Hæstarjett. Fyrst
er af fáum að taka. Og í annan stað hefir málflutn-
ingsstaðan hjer á landi hingað til að jafnaði verið
fyrsti áfangastaðurinn eða með fyrstu áfangastöðum
lagamannsins á lífsleiðinni. Menn hafa optast setzt i
hana, nýkomnir frá prófborðinu, og staðið upp frá
henni, er betra hefir boðizt. Og jeg býst við, að hún
verði það áfram fyrir mörgum, eða a. m. k. of
mörgum til þess, að allt af verði völ nægilega margra
velfærra málflutningsmanna.
Og þá er ekki síður á hitt að líta, að með þeim
stulta dómsuppsagnartíma, sem fylgir og lilýtur að
fylgja munnlegum málllutningi, er það fram undir
óhjákvæmilegt, að byggt verði yfirleitt á lýsingu
málavaxta í hjeraðsdómunum. Eða með öðrum orðum:
t>að er nauðsynlegt, að hjeraðsdómararnir sjeu yfirleitt