Andvari - 01.01.1922, Page 179
Andvari].
Dómaskipunin.
175
góðir lagamenn. En við því verður varla búizt, að
skipað verði í sýslumanna- og bæjarfógetaembættin
aðallega eptir dómarahæfileikum umsækjendanna,
meðan dómstörfin eru aukaverk þeirra embætta.
Auk þess væri eigi kostur nægilega margra góðra
lagamanna tii þess, enda kjörin naumast nógu sterkur
segull á úrvalsinenn.
Er þá komið að þeirri spurningu, hversu Hœsta-
rjettarlögin hafi gefizt í framkvæmdinni.
Og verð jeg þá þegar í upphafi að taka það fram,
að reynslutíminn, rúm 2 ár, er of stuttur til þess,
að um þau verði dæmt til hlítar — yfirleitt.
Þó virðist mjer framkvæmd laganna hafa leitt í
ijós einn verulegan ágalla. Jeg verð að telja það
eina af óhjákvæmilegustu kröfum til góðrar rjettar-
gæzlu, að almenningur eigi sem greiðastan aðgang að
rjetting mála sinna. Er þar meðal annars á það að
líta, að efnahagur manna ráði sem minnstu um
rjettlát málsúrslit. En nú kostar það að minnsta
kosti um jjórfalt meira að láta flytja mál í Hæstarjetti
heldur en fyrir yfirrjettinum. Samkvæmt gjaldskrá
máltlutningsmanna 1918 var lægsta málflutningskaup
í yfirrjetti 75 kr., en fyrir Hæstarjetti er það, sam-
kvæmt f. á. gjaldskrá, lægst 300 kr. Auk þess hafa öll
rjettargjöld hækkað mikið frá því, sem áður var.
Og »ágrips«margföldunin kostar mikið. Sennilega
kosta smámál þar um 500 kr.
Þetta er í sjálfu sjer ekki óeðlilegt. Málllutnings-
mennirnir hafa meira fyrir munnlegum en skriflegum
málflutningi. En útkoman verður söm fyrir almenn-
ing. Og þarna hygg jeg, að liggi ráðningin á því,
hve miklu færri, meira en helmingi færri mál hafa