Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 182
178
Dómaskipunin.
[Andvari.
að umboðsstarfalausir dómarar skuli vera til í landinu.
Hins vegar er gjört svo sterklega ráð fyrir því bæði
i 30. gr. og í 57. gr. með ákvæðinu um, að umboðs-
starfalausir dómarar verði að eins dæmdir af emb-
ætti, ekki »afsettir«, að mjer liggur við að segja, að
í þessum greinum út af fyrir sig sje nokkurs konar
ígildi beinnar kröfu um, að umboðsstarfaiausir
dóinarar skuli vera til í landinu. Og á þessu herðir
2. gr., sem setur dómsvaldið jafnhliða löggjafar- og
framkvæmdarvaldinu að sjálfstæði, og þá ekki síður
upphaf 57. gr., sem leysir dómstólana (úrslitadóms-
valdið) undan öðrum húsbændum en »lögunum« og,
í sambandi við 76. gr. og ýmsar aðrar greinar í
stjórnarskránni, fær dómstólunum úrskurðarvald jafn-
vel um afstöðu löggjafans til stjórnarskrárgjafans.
Móti þessu kynni nú einhver að nefna lög nr. 3,
1904, þar sem yfirdómurunum var ætlað að hafa á
hendi kennslu við lagaskólann. En fyrst og fremst
var þeim lögum breytt, áður en þau komu til fram-
kvæmda, með lögum nr. 37, 1907. Og í annan stað
hefði dómsvaldið á æðsta stigi (í Hæstarjetti) verið
umboðsstarfalaust, þótt yfirdómararnir hefðu kennt í
lagaskólanum, og auk þess forseti yfirdómsins, sem
ekki var ætluð nein kennsla. í þriðja lagi væri eigi
jafnótækt að sameina dómstörf og kennslu á mið-
stiginu og á úrslitadómstiginu. Með þeim lögum hefði
því ekki verið gengið í berhögg við stjórnarskrána,
hvort sem álitið er, að hún heimti beint eða óbein-
línis, að til sjeu umboðsstarfalausir dómarar, einn
eða fleiri. En gangi sameiningarfrumvarpið fram,
verður enginn »hreinn« dómari til í öllu landinu. Og
það fer a. m. k. i bága við ívaf stjórnarskrárinnar,
allan anda hennar og tilgang.