Andvari - 01.01.1922, Side 183
Andvari].
Dómaskipunin.
179
Yrði landið þá að þvi leyti einstakt í sinni röð,
sem fullyrða má, að svo sje eigi ástalt i nokkru
menningarlandi um víða veröld, að það stjórnvaldið,
sem úrslitaúrskurðarvald á bæði um sínar eigin
gerðir og allra annara stjórnvalda, skuli að öðrum
þræði, að því er kennslustörfin snertir, vera lagt
undir það stjórnvald, framkvæmdarvaldið, sem því
aðallega er ætlað að halda í hemilinn á. Og áreiðan-
lega mundi það ekki auka álitið á landinu út á við.
Móti þessari röksemdaleiðslu er það tekið fratn í
ástæðunum fyrir frumvarpinu, að háskálakennarar
sjeu í framkvæmdinni álíka óafsetjanlegir og umboðs-
starfalausir dómarar. Pað mun rjett vera yfirleilt. En
það skiptir ekki máli að lögum. Framkvæmdar-
valdið hefir rjett og, eptir atvikum, skyldu til að
afsetja háskólakennara af sömu ástæðum og aðra
umboðsstjórnarmenn, enda dæmi þess, að háskóla-
kennarar hafa verið afsettir, jafnvel vegna svokallaðra
vísindalegra villukenninga. En í hári umboðsstarfa-
lauss dómara mætti stjórnin eigi hafa hendur til
afsetningar, þótt vitið væri við hann skilið eða hann
brytist inn í banka. Öryggi slíkra dómara er því
miklu meira en háskólakennara. Og á að vera það.
Ekki er sú ástæða í greinagerð fyrir frumvarpinu
heldur fullkomlega rjett, að dómarastörfin og kennslu-
störfin sjeu »mjög skijld«. Bæði útheimta að vísu
lagafróðleik, en þó hvort með sinu móti. Dómarinn
úrskurðar að eins um það, hver lög gildi um það
tiltekna atriði, sem deilt er um. En frœðimaðurinn
fæst aðallega við almenna rannsókn laganna, kerfa-
skipun og þess háttar, þótt hann vitanlega verði opt
að skýra almennu reglurnar með dæmum. Enda
bendir reynslan á, að munurinn er ekki lítill. Pað