Andvari - 01.01.1922, Side 186
182
Dómaskipunin.
tAndvari.
dómstigi áynnist fyrst og fremst það, að enginn
ætti að þurfa að sætta sig við hversu vafasaman
hjeraðsdóm sem væri, svo sem nú, vegna ókleifs kostn-
aðar málsskots til Hæstarjettar. f*að væri stór fengur.
Vitanlega leiddi og af þessu mjög aukna von um
örugga og í alla staði vandaða úrlausn mála á œðsta
dómstiginu.
Og þessari breytingu væri innan handar að koma
á með sömu framlögum úr ríkissjóði og nú til 2
dómstiga, og jafnvel fyrir minna.
Með 3 dómstigum nægja 3 dómarar í Hœstarjetti, hvort
sem þar yrði munnlegur eða skriflegur málflutuingur.
Og á miðstiginu þyrfti auðvitað eigi nema 3. Þar
nægðu jafnvel sennilega 2 fastir dómarar, þeir sem
afgangs yrði nú lögmæltri tölu i Hæstarjetti. Yrðu
þeir eigi sammála um eitthvert mál, mælti kalla einn
af varadómurunum í rjettinn. Slíku miðstigi væri
ætlað að vera yfir öllum hjeraðsdómurum.
En því mætti einnig haga þannig, að gera bœjar-
fógetann í Reykjavík, sem verður að vera úr hóp beztu
lagamanna landsins, enda góðir dómarar þar seinasta
mannsaldurinn, að þriðja dómara á miðstiginu, og
láta rjettinn vera gfiráóm fyrir hjeruðin utan Reykja-
víkur en jafnframt hjeraðsdóm Reykvíkinga, meö
áfrýjun beint til Hæstarjetlar, líkt og »Landsover,
samt Hof- og Stadsretten« var lengi fyrir Kaup-
mannahafnarbúa og aðra Eydani.
það væri að rnínu viti jafnvel nokkur bót frá því,
sem nú er, þó að á miðstiginu ætti eigi sæti nema
einn dómari, en vitanlega ætti dómsvald hans þá að
eins að taka til hjeraðanna utan Reykjavíkur, enda
óhætt sem stendur að láta Reykjavik standa undir
Hæstarjetti einum.