Andvari - 01.01.1922, Side 188
Amlvori.
Mannkynbætur.
Eitt af mörgu merkilegu, er segir af aski Yggdrasils,
er það, að »Níðhöggr gnagar neðan rótina.« — »Enn
er þat sagt, al nornir þær, er byggva við Urðar-
brunn, taka hvern dag vatn í brunninum ok með
aurinn þann, er liggr um brunninn, ok ausa upp
yfir askinn, til þess at eigi skulu limar hans tiéna
eða fútia.« Það er engu líkara en að þetta sé mann-
kynssagan, að askurinn sé hinn mikli ættbaðmur
mannanna — »limar lians dreifasl um heim allan«
— en vatnið í brunninum séu menningarstraumarnir,
er þeir sem ráða örlögutn þjóðanna ausa yfir þær, til
þess að limar þeirra skulu eigi tréna eða fúna. Við-
leilnin hefir öll stefnt að því að bæla kjörin, bin
ytri lífsskilyrðin: fæðið, klæðin, húsin, fræðslu,
hjúkrun, réttarfar, félagsskipun o. s. frv., og Ijóst
eða leynt hafa menn trúað og vonað, að með bættum
kjörum yrðu mennirnir betri, eigi að eins hver um
sig, heldur og niðjar hans. Nú er þessi trú að dofna.
Margir skarpskygnir menn þykjast sjá þess Ijós
merki, aö mannkyninu sé viða fremur að hnigna en
fara fram og að orsökin sé enn sú, að »Niðhöggur
nagar neðan rótina«.
Á síðustu áratugum hefir víða um lönd, svo sem
í Englandi, Bandaríkjunum í Ameríku, í Þýzkalandi,