Andvari - 01.01.1922, Side 190
186
Mannkynbætur.
[Andvari.
1920 og heitir Applied Eugenics (Hagnýt mannkyn-
bótafræði), eftir Paul Popenoe og Roswell Hill Johnson.
Látum fiman skotmann skjóta til marks einum
1000 skotum og hvorki storm né annað trufla hann.
Setjum undir endilanga rönd skotspónsins kassa með
hverju hólfinu við annað, mátulega víðu fyrir kúlu,
og gerum ráð fyrir, að hver kúla falli beint niður,
þar sem hún kemur á skotspóninn, ofan i hólfið
fyrir neðan. Þegar tilrauninni væri lokið, mundi
það koma í ljós, að mjög mishátt væri í hólfunum;
í miðhólfinu, niður undan markinu, mundi verða
hæst, en lækka út til beggja hliða. I yztu hólfunum
beggja vegna mundi
verða örlítið. Ef vér
drægjum línu á kassa-
hliðina jafnhátt og
kúlurnar ná í hverju
hólfi, mundi hún verða því sem næst eins og buglínan
hérna á myndinni. Pað mun þykja að líkindum, að
góður skotmaður hitti markið, sem hann miðar á,
oftar en hvern annan depil skotspónsins og sjaldnar
fjarri markinu en nærri og að þau skotin, sem ekki
hitta markið, lendi jafnoft til hægri og vinstri, fyrir
ofan og neðan, þar sem ekkert sérstakt dregur fremur
í eina áttina en aðra frá markinu. Dreifin verður
af bendingu.
Rannsóknir hafa nú sýnt að líkja má hinni lífrænu
náttúru við slíkan skotmann. Hvaða eiginleika eða
hæfðir einstaklinga sömu tegundar sem menn mæla,
hvort sem mælt er t. d. líkamshæð eða hausmál
eða þyngd eða viðbragðsflýtir eða næmi eða minni
eða athygli eða hugkvæmni nógu margra manna af
sama þjóðflokki á tilteknum aldri, þá verður dreifar-