Andvari - 01.01.1922, Side 192
188
Mannkynfoætur.
[Andvari.
heíðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið, þrátt
fyrir alt.« Sama gullið væri í öllum, en lífskjörin
mótuðu það misvel.
Gaiton sá nú ráð til að komast á snoðir um, hvort
meira mætti sín, hið meðfædda eðli eða kjörin. Það
var að athuga tvíbura. Nú eru tviburar tvenns konar:
samgetnir og sérgetnir. Halda menn að samgetnir
tviburar séu komnir úr einu og sama frjóegginu,
enda er fylgjan ein, en sérgetnir tviburar sinn úr
hvoru. Sérgetnir tvíburar eru því að jafnaði ekki
líkari hvor öðrum en systkyn alment. Samgetnir
tvíburar eru aftur svo nauðalíkir hvor öðrum, að
stundum gelur jafnvel móðir þeirra ekki þekt þá
sundur. Þeir eru líkir í öllum efnum, fella stundum
mjólkurtennur sama daginn, eða verða veikir sama
dag af sömu veikinni, sinn í hvorri borg.
Galton hugsaði nú sem svo, að breyti umhverfið
meðfæddu eðli manna, þá ættu samgetnir tviburar
að verða ólíkari með aldrinum, ef þeir ælust upp sinn
á hvorum stað, og sérstaklega, ef sinn legði slund
á hvað. Hins vegar ættu sérgetnir tvíburar, er fæðast
ólíkir, að verða líkari með aldrinum, er þeir alast
upp á sama heimili, á sama fæði, meðal sömu vina
og njóta sömu fræðslu. Sýnir reynslan, að samgetnir
tviburar verði eins líkir og áður og sérgetnir jafn-
ólikir og áður, hvað sem kjörunum líður, þá verði
ekki sagt, að umhverfið eigi mikinn þátl í áð breyla
upphaflegu eðli manna.
Af 80 skýrslum, er Galton fékk um samgelna tvi-
bura, voru 35 mjög skilmerkilegar og mörg skringileg
dæmi um það hve líkir þeir voru og ofl teknir i
misgripum hvor fyrir annan. Niðurstaða Galtons
varð í stuttu máli sú, að hin upphaflega líking heJzl