Andvari - 01.01.1922, Síða 193
Andvari].
Mannkynbætur.
189
stundum óbreytt til elliára, þrátt fyrir ólík kjör og
að »af þeim atvikum, er ná lil manna i svipuðum
kjörum, þá sé sjúkdómur eða eitthvert slys, er veiklar
líkamann, hið eina, er megni að setja mark sitt á
skaplyndi þeirra á fullorðinsárunum. Þeir tviburar,
er líkjast mjög i æsku og fyrstu unglingsárin, verða
annaðhvort ólíkir fyrir það að meðfæddir eiginleikar,
er i fyrstu voru duldir, ná að þroskast, eða þeir að
öðrum kosti ganga alla æfi eins, líkt og tvær klukkur,
og verða naumast settir út af laginu nema likamleg
meiðsli komi til.«
Þá er að líta á hina hliðina, þá tvíbura, er voru
ólíkir í upphafi. Galton fékk mjög skilmerkilegar
lýsingar á 20 slíkum tvíburum. »t*að er sannreyot,«
segir hann, »að tvíburar sama kyns geta engu siður
verið geysiólíkir, svo sem Esaú og Jakob, en geysi-
Iikir.« Og hann kemur með inargar lýsingar, er sanna
þelta. En ekki fékk hann eilt einasta dæmi þess, að
slíkir tviburar hefðu orðið líkari með aldrinum, þó að
kjör þeirra væru eins. Og niðurstaðan er þessi: »Það
er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að eðlið
má sin margfalt meira en æfikjörin, ef munurinn á
æfikjörunum er ekki meiri en alment gerist um
persónur í sömu slétt þjóðfélagsins og í sama landi.«
Þessi rannsókn var góð byrjun. En vísindamenn
vilja helzl mæla alt og fá niðurstöðurnar í tölum.
Þeir vilja gjarna vita t. d. hve miklu meira eðlið
má sin en æfikjörin. Við slikar rannsóknir er nú oft
beitl aöferð þeirri, er /ylgnireikningur nefnisl. Hann
er ti) þess að reikna út að hve miklu leyti eilthvað
tvent, sem mælt eða metið heiir verið, fylgist að.
Gerum ráð fyrir að uemendur í einhverjum skóla
vœru prófaðir í tveim námsgreinum, t. d. latínu og