Andvari - 01.01.1922, Page 194
190
Mannkynbætur.
lAndvari.
siærðfræði, og þeim gefnar einkunnir fyrir. Peim væri
síðan raðað eftir einkunnum sínum í hvorri grein
fyrir sig. Af þessum tveim röðum má nú með fylgni-
reikningi íinna að hve miklu leyti þær fylgjast að.
Talan sem út kemur kallast fylgnilalan. Sé nú fylgnin
þannig vaxin, að bein samsvaran sé lið fyrir lið,
þannig að sá sem er 1. í latinu sé líka 1. í stærð-
fræði, sá sem er 2. í latinu líka 2. í stærðfræði o. s.
frv. alla röðina, þá verður fylgnitalan + 1. Sé fylgnin
hins vegar þannig, að því hærra sem einhver er í
annari röðinni því lægra sé hann í hinni, verður
fylgnitalan -f- 1. Sé fylgnin alveg silt á hvað, verður
fylgnitalan 0. Fylgnitalan getur í stuttu máli verið 0
eðg 1 eða brot þar á milli, og annað hvort viðlæg
eða frádræg.
Alveg á sama hátt má nú athuga og reikna út,
að hve miklu leyti t. d. foreldrar og börn, eða
systkini eða aðrir, fylgjast að um liltekna eiginleika,
með öðrum orðum hve mikil líkingin er.
Prófessor Thorndike athugaði 50 tvibura í skólum
í New York nálega jafngamla og mældi líkingu
þeirra í álta líkamlegum eiginleikum, og í sex and-
legum eiginleikum með sérstökum prófum (gáfna-
prófum). Því næst voru önnur börn af sama kyni
og á sama aldri í þessum skólum valin af handahóíl
og mæld á sama hátt. Var þá hægt að ganga úr
skugga um hve miklu likari tvíburar voru en önnur
börn í sama umhverfi. Rannsóknin sýndi: 1) að tví-
burar 12 — 14 ára voru ekkert líkari en 9—11 ára
tvíburar, en það hefðu þeir átt að vera ef umhverfið
má sin mikils um mólun manna á þessum »við-
kvæma aldri;« 2) að líking tvibura er tvöfalt eða
þrefalt meiri en barna alment á sama aldri og af