Andvari - 01.01.1922, Síða 195
Aiidvari|.
Mannkynbætur.
191
sama kyni, sem alin eru upp í liku umhverfi, en að
tvíburar eru líkari virðist ekki geta stafað af öðru
en ætterni; 3) að tvíburarnir voru engu líkari um
þá eiginleika, er undirorpnir voru mikilli æfingu, en
hina, þar sem um enga eða litla æíingu var að
ræða. »ÁIyktunin«, segir Thorndike, »er augljós um
það, hve geysimikils hið upphaflega eðli má sín i
því að marka hegðun og afrek hvers manns í saman-
burði við félaga hans á sama menningarstigi og við
sömu lifkjör. Allar kenningar um mannlegt lif verða
að telja það meginsetningu, að mennirnir fæðast
afarmisjafnir að andlegum hæfileikutn og að þessi
mismunur stafar að miklu leyti af álíka mismun í
ættunum. Allar tilraunir til að breyta mannlegu eðli
verða fyrst og fremst að viðurkenna þá takmörkun,
er hið upphaflega eðli setur hverjum manni.«
Fjöldi rannsókna hefir nú sýnt, að fylgnilalan, er
sýnir líkingu foreldra og barna í andlegum og líkam-
legum efnum, er tæplega 0.5, og fyrir systkini rúmlega
það. Hefir fylgnitalan fyrir slíkan beinan skyldleik því
verið ákveðinn að meðaltali 0.51. Þarna var þá uin
leið fundinn mælikvarði til að mæla áhrif kjaranna
á menn. Þar sem fylgnitalan reynist hærri en ætternið
veldur, má gera ráð fyrir að það stafi af kjörunum.
Rannsóknir á ættum manna sýna þó ef til vill
bezt hve rnikils ætternið má sín. Galton fann t. d.
að Iíkindi þess að sonur frægs dómara á Englandi
yrði líka frægur maður voru eins og 1 á móti 4, en
líkur til að sonur óvalins manns næði álíka frægð
væru eins og 1 á móti 4000. Og til stuðnings því
að hér væru það ekki að eins tækifærin, sem gerðu
rnuninn, benli Galton á, að páfarnir hefðu öldurn
saman haft þann sið að taka sér systkinason í sonar stað,