Andvari - 01.01.1922, Page 197
AndvariJ.
Mannkynbælur.
193
verið á síðari árum, t. d. i Ameríku. Eg skal hér
greina þrjú dæmi:
»í byrjun frelsisstríðsins eignaðist ungur rnaður,
Martin Kallikak að nafni, son með ónefndri stúlku,
er var fábjáni. Eru af honum komin í beinan ættlegg
480 manns. 143 þeirra hafa svo menn viti verið
fábjánar (feeble-minded) og svo kunnugt sé að eins
46 verið eins og tólk ílest. Uin hina er ókunnugt eða
efasamt. 36 hafa veiið óskilgetnir; 33 saurlífisfólk,
einkum skækjur; 24 ofdrykkjumenn; 3 flogaveikir;
83 dóu í bernsku; 3 glæpamenn; 8 héldu illræmd
hús. Eftir stríðið kvongaðist ■ Martin Kallikak konu
af góðum ættum. Af þeirn eru í beinan æltlegg
komnir 496. Hinir skilbornu afkomendur Martins
hafa verið læknar, lögfræðingar, dómarar, kennarar,
verzlunarmenn, jarðeigendur, í sluttu máli virðulegir
borgarar, karlar og konur, er mikið hefir kveðið að á
ölium sviðum félagslífsins. Þessar tvær ættkvíslir hafa
lifað á sama jarðvegi, í sama andrúmslofti og í stuttu
máli í sama almennu umhverfi; þó hefir ólánið
markað hverja kynslóð annarar kvíslarinnar og ekki
snert við hinni.«
þá er Yuke-ættin. Hún er komin af þorpara einum,
er hafði viðurnefnið Yuke og var fæddur 1720.
Synir hans tveir kvonguðust fimm syslrum, er allar
voru úrkynja. Ættir frá þeim hafa tvisvar verið
raktar vandlega, í síðara skiftið til 1915. Þá var
sálnatahð svona:
Niðjarnir 2820. Betlarar 366. Glæpamenn og ofbeldis-
mentt 171. Réltarhöld 300. Vanaþjófar 80. Morð 10.
Skækjur 175. Sjúkar konur 55. Útgjöld ríkisins vegna
ættarinnar $ 2516685.
Til samanburðar er svo ætt Jonaihans Edwards,