Andvari - 01.01.1922, Side 199
AmlvariJ.
Mannkynbætur.
195
Eq hvernig flyzt þá ættareðliö frá einni kynslóð lil
annarar?
Með ættfryminu. það sem maður erflr frá föður
og móður getur ekki komið nema eina leið. Foreldr-
arnir leggja til sína frumuna livort, móðirinn egg,
faðirinn frjó. Þessar tvær frumur köllum vér ættfrumur.
Sameinaðar kallast þær frjóeggið. Af því er maðurinn
kominn. Þróunin verður við deilingu frjóeggsins, Það
> skiftist fyrst í tvær frumur, hvor þeirra aftur í tvær,
og svona koll af kolli, unz likaminn er fullvaxinn
og frumur hans skifta miijörðum. Hver fruma líkamans
er því komin í beinan ættlegg frá frjóegginu, en ætt-
leggir frumanna ganga mishart fram, sumar eru
komnar af frjóegginu í þúsundasta lið, aðrar ef til
í 100. lið o. s. frv. Undir eins við fyrstn skiftingu
frjóeggsins er tillagi föður og móður hnilmiðað þann
veg niður, að hvor dótturfruman fær í heimanmund
jafnmikið frá hvoru. Og eins við allar síðari skift-
ingar. Hver fruma líkamans er því beggja blands.
Far með er ekki sagt, að maður líkist jafnt föður
og móður, því að þótt tveir starfi saman, er ekki
visl að báðir ráði jafnt. Annar getur verið ráðríkari
en hinn.
Lítum nú á ættfrumu í likama fullþroska manns,
karls eða konu. Hún er komin í beinan ættlegg af
frjóegginu, sem maðurinn myndaðist af, og að vísu i
færri ættliði, en aðrar frumur. Hún á sinn ættboga
út af fyrir sig, er ekki runnin af þeiin frumum, sem
vefir líkamans og lííl'æri eru gerð af. I likama
mannsins eru þannig tvenns konar frumur, annars
vegar þær, er mynda líkama hans og verða mismun-
andi eftir þvi hvaða verk þær eiga að vinna, hins
vegar ættfrumurnar, sem eru óbreytt framhald af