Andvari - 01.01.1922, Side 201
Andvaril.
Mannkynbætur.
197
takist að kveða hana niður með því að þeir, sem
haldnir eru af henni, hætti að auka kyn sitt, þá er
lítil hætta á að hún rísi upp á ný við ættareitrun.«
Sé það nú ljóst, að ætternið ræður rnestu um það
hvernig mennirnir verða, þá er að líta á hitt, hvorar
auka nú meira kyn sitt, itlar ættir eða góðar. Nokkrar
tölur gefa bendingu um hvernig þessu er farið í sumum
stórborgunum. Hér er t. d. skýrsla frá 1. tug þessarar
aldar, um það hve mörg börn fæðast á ári af hverjum
1000 konum á bamsburðaraldri í fjórum stórborgum:
Berlin Vinarborg Lundúnaborg París
Mjög fátæk hverfi ... 157 200 147 108
Fatæk 129 164 140 99
Velmegandi .. 114 155 107 72
Mjög velmegandi ... 96 153 107 65
Rik 63 107 87 53
Mjög rík 47 81 63 35
Rannsókn frá Hollandi um sömu mundir sýnir, að
hjón í lægstu stéltunum áttu að meðaltali 5,44 börn.
Þeir er stunduðn iðnað eða smáverzlun, mentaðir
handverksmenn og guðfræðiprófessorar 5 börn.
Listamenn 4,30. Efnaðir kaupmenn 4,27. Æðri
embættismenn 4,00. Háskólaprófessorar (aðrir en
guðfræðingar) 3,50. 23 fræguslu vísindamenn og
listamenn 2,60 börn.
Varla mun nú þurfa að eyða orðum að því, að
fátækustu stéttirnar í stórborgunum eru til jafnaðar
ver gefnar frá náttúrunnar hendi en betur seltu
stéttirnar og ætternið verra. Nú er að vísu barna-
dauði meiri í fátækustu stéttunum en hinurn, en þó
ekki svo að þeim fjölgi ekki miklu hraðar. Hlutdeild
þeirra í ættstofni þjóðarinnar verður því meiri og
meiri. Hafi menn það jafnframt hugfast, sem áður
13