Andvari - 01.01.1922, Page 202
198
Mannkynbætur.
[Andvari.
var bent á um skyldleika afburðamannanna, er aug-
ljóst hvað það þýðir, að þeir, sem bezt eru gefnir,
auki minst kyn sitt:
»Silfurkerin sökkva í sjó,
en soðbollarnir fljóta.«
Nú halda menn ef til vill, að það sé einhver eðlis-
nauðsyn, að betri mennirnir séu ófrjósamari en hinir.
En svo mun ekki. F. A. Woods geiði rannsókn um
608 meðlimi konungsætta í Eviópu, er af valdaástæð-
um mundu kjósa að eiga sem flest börnin og því
sjaldan leggja hömlur á fjölgunina. Hann skifti þeim i
10 flokka eftir andlegri og líkamlegri atgervi, frá
lægstu til hæstu, og niðurstaðan varð, að barnafjöld-
inn óx nokkurn veginn jafnt með atgervinni. Aðrir
hafa sýnt, að langlífi og frjósemi fylgist mjög að.
Að betri mennirnir eiga nú færri börn en hinir, mun
því að jafnaði koma af þvi, að þeir giftast seinna
og takmarka barnafjöldann oft vísvitandi.
Þetta stefnir í öfuga átt. Kynstofninn spillist.
Áður starfaði nátlúran sjálf að mannkynbótum.
Pað dó, sem duglausast var, að eins hið lífvænasla
lifði, og lengi reistu mennirnir lítið rönd við þessu
náttúruvali, eða beittu sömu hörðu aðferðinni, báru
út vanburða börn, drápu glæpamenn, geltu göngu-
menn, vanhirtu vitfirringa og fábjána, svo að þessi
olnbogabörn náttúrunnar uku lítið kyn sitt. Nú
halda mannúð og læknisiist og uppeldisstofnanir
öllu þessu við eftir mælti. Glæpamenn, geðveikir
menn, fábjánar og hvers konar vandræðamenn
»ávaxtast sem önd i mó« og verða þyngri og þyngri
byrði fyrir þjóðfélögin. Af fundinum í New York
segir meðal annars: »Dr. Horatio Polloch skýrði frá,
að tala geðveikra undir læknishendi í Bandaríkjunum