Andvari - 01.01.1922, Síða 203
Andvari].
Mannkynbætur,
199
hefði stigið frá 118,2 árið 1890 til 200,x árið 1920
til jafnaðar á hver 100000 landsmanna. Efnalegt
tjón þjóðarinnar af geðveiki er meira en 200000000
dollara á ári. — í enskri skýrslu, sem var lögð fram
á fundinum (Board of Education Report 1915) segir:
Niðurstaðan af hinni kynspillandi stjórnmálastefnu
vorri er fjölgun þeirra, sem frá fæðingu eru dæmdir
til þjáningalifs. Á Englandi og í Wales voru á einu
ári skólaaldursins: 4250 blind börn, 5550 heyrnar-
laus börn, 34500 líkamlega vanþroska börn og 38800
andlega vanþroska börn. Skýrslan kveður svo að
orði: Ressir gallar eru að mestu leyti arfur. Þeir
eru afleiðing af samförum óhæfra kynstofna.«
Pegar svo kynbezlu þjóðirnar senda mannvænleg-
ustu sonu sína á vigvöllinn til slátrunar og veikl-
unar, en heima sitja og erfa ríkið þeir, sem verst
eru gefnir, eins og i síðustu styrjöld, sem sagt hefir
verið um, »að hún hafi valdið meiri hnignun í kyn-
kostum mannanna en nokkurt annað álíka langt
timabil mannkynssögunnar«, þá er ekki furða þó
þjóðirnar vakni loks við vondan draum og skilji, að
»Níðhöggur nagar neðan rótina«.
Hver eru þá bjargráðin til mannkynbóta? Pau eru
i stutlu máli tvenn: Að stuðla að þvi að þeir, sem
oerst eru œttaðir, eigi sem fcest börn, og að þeir, sem
bezt eru œltaðir, eigi sem flesl börn.
Um hið fyrra atriðið, þá beinist viðleitnin sérstak-
lega að andlegum vanþroska mönnum, fábjánum og
sumum flokkum geðveikra manna og glæpamanna,
þar sem gallarnir eru ættgengir. Sagt er, að ef tveir
fábjánar eiga afkvæmi saman, þá verði þau nálega
ætið fábjánar líka. Rannsókn sýnir að fjöldi af vand-
ræðamönnum þjóðfélagsins, svo sem glæpamönnum,
*13