Andvari - 01.01.1922, Síða 204
200
Mannkynbætúr.
jAndvari.
skækjum og flökkurum, er meira eða minna andlega
vanþroska. T. d. er áætlað að V3—2/s af skækjum í
Bandaríkjunum heyri þeim flokki til. Því fleiri af
slíkum mönnum með arfgenga eðlisgalla sem haldið
er frá því að auka kyn sitt, því meir batnar kyn-
stofninn. Það má verða raeð þvi, að þjóðfélagið hafi
þessa menn á sérstökum slofnunum, þar sem þeir
fá störf við sitt hæfi og er látið líða svo vel sem
eðli þeirra leyfir, en geta ekki aukið kyn sitt. Eða
þá í einstökum tilfellum með því að gera þá ófrjóa,
helzt með leyfi sjálfra þeirra, ef þeir fá að ganga
lausir. Og læknar kunna nú aðferðir til slíks, er
lítinn sársauka hafa í för með sér og ekki breyta
eðli manna að öðru leyti. Allmörg af Bandaríkjunum
hafa lögleitt ófrjóvgun. »Þangað til í janúar 1921 hafa
samtals 3233 manns verið ófrjóvguð til að varna
kynspellum. Flest glæpamenn.« Það sætir misjöfnum
dómum.
Um síðara atriðið, þá má gera margt til að styöja
að því að hinir betri menn þjóðfélagsins auki meira
kyn sitt en nú. Fyrst og fremst breyta hugsunar-
hættinum. Innræta það frá blautu barnsbeini, að
það er skylda þeirra, sem eru af gáfaðri og heilbrigðri
ætt, að láta hana aukast og margfaldast, svo að
björtustu blys lifsins falli ekki niður og slokni án
þess að skila sínum helga eldi til komandi kynslóða.
Það má brýna það fyrir körlum og konum hve
mikilvægt það er að velja vel sinn maka, að menn
giftast ekki eingöngu einstaklingi heldur og ætt, og
að afkomendur erfa jafnt úr báðum ættum, þó mest
sé komið undir þeim ættliðunum, sem næstir eru,
þvi að maður erfir ekki til jafnaðar nema Vs frá
langafa eða langömmu, V16 frá langa-lang-afa eða