Andvari - 01.01.1922, Side 206
202
Mannkynbætur.
[Andvari.
minna haldi, sem hið meðfædda eðli kynslóðarinnar
er lakara. —
En livað kemur þetta mál oss íslendingum við?
Vér stöndum ef til vill í þessu efni betur að vígi
en flestar aðrar þjóðir. Varla verður því neitað, að
hinn upphaílegi kynstofn var óvenju-góður. Hann
hefir síðan litið blandast úllendu blóði, og í riti
mínu »Land og þjóð« hefi eg reyut að draga nokkrar
líkur að þvi, að þjóð vor muni fremur vera »kyn-
bætt af þúsund þrautum«, en úrkynjuð. Verði sú
niðurstaðan við nánari rannsókn, þá er það dýrmæt
hnoss, er leggur oss þá skyldu á herðar að vaka
yfir þvi, að þeir ætlarkostir, sem þjóðin kann að
vera gædd, spillist ekki. Þar til heyrir fyrst og fremsl
að varna þvi, að hingað flytjist útlendur tranlaralýður
og blaudi blóði við þjóðina. í því efni megum vér
ekki láta glepjast af neinum gyllingum Mammonspresta,
er lila á stundarhaginn, en fórna framtíðinni. En vörn-
inni út á við verður að fylgja vakandi gál á þvi, að
kynstofninn spillist ekki hið innra. t*vi að þótt ís-
lendingar megi yfirleitt teljast »ællum góðir«, þá eru
þeir sem aðrir menn misvel gefnir og ekki allar ætlir
jafngóðar. Þess vegna er oss eigi síður en öðrum
þjóðutn nauðsyn, að skipulag þjóðfélagsins verði ekki
á þá lund, að þeir, setn bezt eru að sér görvir, fái
ekki að njóta sín, og sérstaklega að þeim, sem gæddir
eru meiri gáfum en fólk flest til sérstakra slarfa, svo
sem visinda og lista, verði eigi svo illa líft í landinu,
að þeir verði annað hvort að iifa einlífi til aö fleyta
sér fram eða flytja burt til annara landa. »Sú þjóð,
sem hefir ekki efni á að eiga fræga syni, hefir ekki
efni á að lifa.«
Loks skal eg minnast á eitt atriði, þar sem vér