Andvari - 01.01.1922, Page 207
Andvnri].
»
Mannkynbætur.
203
stöndum öðru vísi og betur að vigi en allar aðrar
þjóðir heims; það er í œttvísi. Ættvísin er sú fræði-
grein, sem elzt er á Islandi og þjóðlegust, og engin
önnur þjóð veit jafnalment um ættir sínar eða jafn-
langt fram og íslendingar. Ættvísin hefir frá öndverðu
verið uppistaða íslenzkrar sagnfræði, og hvort sem
menn vilja skilja íslendingasögur hinnar fornu eða
þær, sem gerast í dag, verður æltvísin eitthvert bezta
leiðarljósið. En til þess að ættvísin verði að öllu þvi
gagni, er hún gæti orðið, þarf að taka hana öðrum
tökum en hingað til. Hún þarf að verða grundvöllur
œttgengisfrœðinnar. Það getur hún því að eins orðið,
að ættartölurnar séu ekki nöfnin tóm, heldur greini
sem flest það, er gefur einhverja vitneskju um andlegt
og líkamlegt eðli hvers æltmanns. Hér bíður merkilegt
verkefni íslendinga. f*eir ættu að verða og gætu oiðið
sú þjóðin, er leggur víðtækastan og trauslastan
grundvöll undir ættgengisrannsóknir framtiðarinnar.
Gerum ráð fyrir, að hér á landi yrði selt á fót
öílug ættfræðisstofnun með þessu markmiði. Verkefni
hennar yrði tvennt: Annars vegar að koma í eina heild
öllu því, sem vitað er um ættir íslendinga til þessa
dags. Ættartölurnar yrðu i spjaldskrárformi, þar sem
hver maður, er eitthvað er vitað um, ætti spjald og
á það skráð þau atriði, er bregða einhverju ljósi yfir
eðli hans, andlegt og likamlegt. Hins vegar fengi hvev
maður, er hér eftir fæðist á þessu landi, sitt spjald í
þessari æltaskrá þjóðarinnar. Á það væru færðar eftir
settum reglum athuganir, er skylt væri að gera á
tilteknum tímum, um andlega og líkamlega eiginleika
mannsins, og þau æfiatriði, er verða mega ti! skiln-
ings . á eðli hans og kynkostum, sömuleiðis myndir
af honum, þegar því yrði við komið. í þessari stofnun