Andvari - 01.01.1922, Page 208
204
Mannkynbætur.
lAndvari.
ætti og að geyma ættarskjöl og æfisögur einstakra
manna, rithönd þeirra og raddrit, þegar það væri til.
Hún ætti i stuttu máli að verða sá staður, er geymdi
hvað eina það, er orðið gæti grundvöllur ætta- og
ættgengisrannsókna. Þar störfuðu vísindamenn, er
rannsaka vildu ættgengi sérstakra eiginleika, andlegra
og líkamlegra, og þangað kæmu þeir menn, er hefðu
áhuga á að kynna sér eðli einhverra sérstakra
ætta. Par mætti sjá hvort kynslofninn breyttist til
hins betra eða hins verra. Þar væri á hverjum tíma
skuggsjá, er sýndi hvað fjöreggi þjóðarinnar líður.
Hér er ekki rúm til að skýra þessa hugmynd
nánar eða með hverjum hætti henni yrði komið í
verk. Ef til vill geri eg það betur síðar. Eg býst
ekki við að sparnaðarnefnd Alþingis þess, er nú
silur, taki hana á sína ástríku anna. En þeir, sem
ekki vilja örvænta úm framtið þjóðar vorrar, verða
að gera sér i hugarlund, að menn láti sér skiljast,
að þjóð hefir engan tilverurétt nema hún ali æðri
hugsjónir en þá, að lifa eingöngu fyrir munn og
rnaga. Sú ein þjóð á skilið að lifa og mun lifa, er
hefir þann metnað að koma til þroska og ávaxtar
hverju því, sem bezt er í eðli hennar, og bera fram
á leið þau blysin, er lýsa lengra en asklokið nær.
Guðm. Finnbogason.