Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 34
28
Turni' í Lundúnuni. En einvaldskonungum var í pá
daga annað betr gefið en virðing fyrir eignrétti manna.
1640 var Karl konungr I. í fjárpröng sem oftar, og tók
hann þá það ráð, til að brjótast úr beyglunum, að ræna
peningum peim er kaupmenn áttu geymda í Turni.
J>að lét nú að líkindum að menn mundu una illa pjófn-
aði konungs, enda varð óánœgja manna svo megn og
œst, að konungr varð lafhræddr og porði ekki annað en
borga aftr pað sem hann hafði stolið. En traustið á
ráðvendni konungs var óaftrkallanlega lioríið veg allrar
veraldar, og kaupmenn vöruðust sem lieitan eld að láta
nokkurn tíma nokkurn eyri framar til geymslu í Turn.
En svo var nú aldarfari liáttað, að lagaverndin var lítil,
örðugt að götva upp glœpi, en auðvelt að strjúka og
komast undan refsi-armi laganna. J>á var eigi verzlun-
arpjónum vel treystandi til að hafa stórfé með höndum,
og urðu pá kaupmenn að leita fyrir sér til að íinna einhvern
annan öruggan geymslustað peningum sínum, pá er eigi
var lengr athvarf í Turni. pá var pað að gullsmiðirn-
ir í Lundúnum buðust fram til að varðveita fé manna.
|>eir tóku fé til varðveizlu og greiddu enda dálitla leigu
af. Fyrir fé pví er peir tóku við, gáfu peir skírteini r
gengu pau skírteini sem gangeyrir manna á milli og
vóru nefnd »gullsmiðs-seðlar«; pessa gullsmiðs-seðla má
í rauninni telja fyrstu bankaseðla Englands. J>essi störf
gullsmiðanna fóru sívaxandi, og ekki leið á löngu áðr
en landstjórnin, sem sífelt var í peningapröng, varð að-
flýja á náðir pessara "nýmóðins bankara* (new-Jashioned
hanlcers), sem svo vóru nefndir, til að fá hjá peim drjúgt
fé að láni.—Árið 1667 lögðu Hollendingar, sem pá áttu
í ófriði við Breta, flota sínuin upp í Tems ; var pá Lund-
únaborg 1 háska stödd, og urðu nú allir dauðhræddir
1) Turn (Tower) stendr á Temsár-bökkum; han var bygðr
1078 af Yillijálmi sigrsæla; var það kastali og hafðr fyrst fyrir
konungshöll; síðan var peninga-smiðjan höfð þar. Loks var
Turn hafðr fyrir ríkisfangelsi, og nú er þar sögugripasafn.