Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 152
146
í botninn á Gilsfirði fellur Kleifaá; af pví bamrabelti
er í dalbotninum fjrir ofan bæinn, myndast hár foss,
sem heitir Gullfoss. Fossinn er mjög fagur, 160 fet á
hæð; fellur hann práðbeint ofan af klettunum niður í
sprungu; undir fossinum er djúpur ketill nagaður í berg-
ið. Kleifaá kemur úr allstóru vatni uppi á heiðinni í
dæld við Snartartunguheiðarveginn. Ur tjörn par í nánd
fellur kvísl í Krossá. Upp af Kleifum eru stallar, hall-
andi botnar og holt. Krossárvatn er að eins lítil tjörn
og paðan fellur Krossá niður í Bitru. Eggert bóndi á
Kleifum fylgdi okkur yfir fjallið; við fórum beint upp
frá Krossárvatni niður í Mókollsdal; par eru á fjallinu
urðaröldur, stórgrýti og liellur, skaflar, mosaflár og
pollar; eru par kallaðir Brunar; hæðin er í kring um
1600 fet, en fyrir sunnan Krossárdalinn, suður af Snart-
artunguheiði, er miklu hærra, og pegar enn sunnar
dregur verður aptur lægra, og eru lágar heiðar milli
Hvammsfjarðar og Hrútafjarðar. |>egar við sáum aust-
ur af, sást hvergi í sjó; mjallahvítur pokubakki lá yfir
öllum flóanum og teygði armana upp í gegn um dali
og firði; ísinn var pá nýfarinn og hafði verið að hrekj-
ast fram með Ströndum allan júlímánuð. Glaða sólskin
og bezta veður var í Gilsfirði, en pokufýla og rigning
pegar kom austur af. Allan júlímánuð var ágætis-veð-
ur í Barðastrandarsýslu meðan eg var að ferðast par;
en meðan eg fór um Strandir, voru sífelldar rigningar
og illviðri.
Efst í brúnunum á Mókollsdal er móberg, en blágrýti
undir. |>ar í dalbotninum vex mikið af fremur sjald-
gæfri sóleyjartegund (Ranunculus pygmæus) ; dalurinn
er mjög grösugur upp undir brúnir, grasið pýtur undir
eins upp pegar afléttir snjónum; ofviðri eru liér fjarska-
leg á stundum; stórar torfur lágu hingað og pangað um
dalinn, ofviðrin rífa pær upp á vorin og kasta peim
niður á skaflana og svo bráðnar undan peim. Hér og
hvar í dalnum eru líparítmolar á yíð og dreif, enda eru