Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 65
59
livað sem því líðr, þá er hitt víst, að ekki var að þessu
farið í framkvæmdinni. Bankinn jók brátt útlán sín
mjög, og seðla-útgáfuna með því. — 1745 varð að und-
anþiggja bankann innlausnarskjddu á seðlum sínum,
reyndar ekki nema um sinn, og stóð það mjög stutt.
En eftir að Kristján VI. dó (1746), varð bankinn að
lána ríkisstjórninni stórfé af og til ; fór þá hagr lians
versnandi, og 1757 varð að undanþiggja hann alveg
innlausnarskyldunni á seðlum hans. Ríkisstjórnin þurfti
sífelt á stórlánum að halda, og 1760 var bankanum
leyft að auka stofnfé sitt með nýjum hlutabréfum (tilsk.
21. marz), og var bankastjórninni jafnframt leyft að
lána fé gegn fasteignarveði, og að gefa út smærri
seðla en áðr; en áðr höfðu smæstu seðlarnir hljóðað upp
á 10 rdl. (=32 krónur). Svo varð bankinn enn að
lána ríkisstjórninni stórfé (árin 1757—1764 samtals um
8 miljónir rdl.). 3 árum áðr en einkaleyíi bankans var
út runnið, tók ríkisstjórnin hann algerlega að sér (1773)
og gerði hann að ríkisbanka.
41.—Frá 1757 til 1773 hafði seðilgangverðið gagn-
vart Hamborgar Banco verið 120—130 °/o. Nú fór það
versnandi, og 1789 var það fallið í 159 °/o; en árið eft-
ir var verzlunarár gott, og hækkuðu þeir þá aftr upp
í 140 %.
1791 var stofnaðr hlutafélags-banki, »den dansk-norske
Specienbank“; gaf hann út innleysanlega seðla, og var
pað tilgangrinn að láta hann smám saman leysa af hólmi
>Courant«-bankann. En liann flœddi á gamla banka-
skerinu, lánum til ríkisstjórnarinnar; varð að hætta
að leysa inn seðla sína 1799, og lagðist niðr rétt á
eftir.
1792—1800 hafði gangverð seðlanna leikið milli
120 og 137 %, og eftir aldamótin, alt fram að 1807,
Hænde, ansees altid som rette Ejer af det, hvorpaa saadanne
■Beviser Iyde“.