Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 199
193
saman. Fyrst 1882 gátu fengizt samtök til þess, að
menn lögðu drög fyrir skip til lausakaupa frá ísafirði á
Hornvík.
Byggðin á Hornströndum telst undir 3 kirltjusóknir ;
Árnessókn nær norður að Geirólfsgnúpi, pá tekur við
Grunnavíkursókn að Ilornbjargi, en bæirnir par fyrir
norðan og vestan eru í Aðalvíkursókn. |>ví má geta
nærri, að pað er enginn hægðarleikur, að sækja kirkjur
á pessum útkjálka, par sem jafnlangt er á milli bæja
og vegir ákaflega torsóttir; og pó pað sé nú ekki eins
illt og munnmælin segja, »að börnin á Hornströndum
verði að fara sjálf gangandi til kirkju til pess að láta
skírast«, pá er prestspjónusta öll mjög örðug, bæði fyr-
ir bændur og presta. |>að er ekki pægilegt fyrir prest-
ana að fara um sóknir sínar; peir verða víðast hvar að
fara gangandi, og eru margar hættur og torfærur á leið-
inni. Yíðast geta menn ekki farið til kirkju nema einu
sinni á ári í blíðasta sumarveðri, og eru pó sumstaðar
4—5 daga á kirkjuferðinni, og jafnvel lengur, ef illa
viðrar. Erviðast af öllu er að koma líkum til kirkju, og á
vetrum er pað opt alveg ómögulegt, svo menn verða að
láta líkin liggja í snjó pangað til veðrið og færðin verð-
ur betri. í fyrra vetur dó maður í Bjarnarnesi, og var
færður að Stað í Grunnavík; en ferðin gekk æði-skrykkj-
ótt. Fyrst varð að fara um sveitina til að fá líkmenn,
en pað er nú svo sem ekki hlaupið að pví í jafn-strjál-
byggðu hóraði. pegar líkmennirnir voru komnir að
Bjarnarnesi, urðu peir veðurtepptir í viku, en svo var
haldið á stað með kistuna á sleða. Ætluðu peir að
draga hana á sleða yíir fjöllin, sem eru 2000 feta há,
niður í botninn á Lónaiirði. Á fjallinu gerði á pá öskr-
andi byl, og var eigi hægt að komast áfram fyrir ófærð
og illviðri. Skildu peir pá kistuna eptir á fjallinu og kom-
ust við illan leik heim aptur. Á fjallinu lá kistan í 3
vikur. |>á dó annar maður, í Smiðjuvík. Yar nú efnttil
Andvari. XIII. 13