Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 196
190
hvalrekum, selveiði og öðrum veiðiskap, og heíir petta
allt í þá daga verið svo margfalt meira en nú á seinni
öldum. í Barðarstrandarsýslu, og víða annarsstaðar á
Vestfjörðum, eru miklir skógar í dalabotnunum, en á
Ströndum sést hvergi hrísla, enda liafa par líklega al-
drei verið skógar, síðan land byggðist; votviðrin, haf-
viðrin og kuldinn hefir staðið öllum trjávexti fyrir prif-
um.
pað lieíir lengi verið til pess tekið, hve feitt féð væri
á Hornströndum, og mjólkin kostagóð; pví kveður Egg-
ert í Skjaldmeyjarkvæði:
A Strönclum eru fén svo feit,
að fœstir síður eta
þeir, sem eru’ úr annari sveit,
en innléiidir jiað gcta:
mjólkin. fió að hún sé heit,
hnííur trautt um bólið [)éls ;
góður Jiykir grautur méls :
skeifau íiaut um rjómarcit;
mig rankar til pess líingum.
ef mér skcmmtir skjaldmeyjan á Dröngum.
Fé er víðast fátt á Ströndum,en pað gerir gott gagn, sem
er; áður voru víða sauðir, en nú eru peir fáir, af peim
harðindum, sem ganga. |>að kemur ei sjaldan fyrir, að
3-vetrir sauðir skerast með 2 fjórðungum mörs og 8—9
fjórðunga falli ; veturgamalt skerst opt með fjórðungi
mörs eða meiru. pegar bezt viðrar, stendur fé inni í 18
vikur, vanalega rúmar 20 vikur; nú hin seinustu harð-
indaár sjaldan minna en 27 vikur. í meðalári fæst opt
fjórðungur smjörs undan ánni; meðaltal töldu Horn-
strendingar 15—20 merkur. Lömh eru víðast færð frá
eptir gömlu lagi um Jónsmessu, en reyndir bændur töldu
pað ekkert vit, að færa frá fyr en í 12. viku sumars.
Á seinni árum eru sumir farnir að gefa fé og kúm
porskhausa, skötu og hákarl, og telja menn slcötu og
hákarl ágætan til mjólkur. Kýr gera fremur gott gagn,