Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 130
124
blöð eigi að eins við Brjámslæk, keldur og einnig við
Hreðavatn og Steingrímsfjörð, og sendi síðan (1858) safn
sitt til Oswald Reer í Ziirich, sem allra manna bezt bar
skyn á slíka hluti. Árið 1857 ferðaðist O. G. Winlder
víða um landið og safnaði töluverðu af jurtasteingjörv-
ingum á hinum sömu stöðum eins og Steenstrup'; stein-
gjörvinga pessa hefir 0. Heer líka rannsakað. Árið 1883
safnaði sænskur maður, O. Flink, nokkru af steingjörv-
ingum á Yesturlandi; eu ekkert hefir verið um pað ritað
enn pá. Sumir hafa ímyndað sér, að surtarbrandslögin
hafi myndazt af rekaviði, sem rekið hafi til lands-
ins einhverntíma í fyrndiuni; á peirri skoðun var Paij-
kull og nokkrir aðrir. Paijkull heldur, að surtarbrands-
lögin haíi myndazt neðan sjávar, að tré, blöð og kvistir
hafi rekið sunnan að með straumuin og síðan sokkið til
botns, orðið föst í leirnum og látið för eptir sig'1 2 ; en
petta er mjög ósennilegt; surtarbrandslögin benda til
pess sjálf á ýmsan hátt. að pau séu mynduð á landi, og
svo er pað ólíklegt, að blöðin hefðu getað haldizt svo
vel alla pessa löngu leið, mörg hundruð mílur, að sunn-
an ; blöðin eru svo fögur og óskemmd í steininum, að
hinar minnstu æðar sjást glögglega; hver snepill og liver
skora í blaðröndinni er eins glögg, eins og í lifandi jurt.
Steingjörvingar sömu tegundar í mörgum öðrum heims-
skautalöndum sanna pað fullkomlega, að jurtir pessar og
tré hafa vaxið par í landi á fyrri tímum, pegar hiti-
jarðarinnar var iniklu meiri en nú, enda eru nú allir
náttúrufræðingar á eitt sáttir um petta.
í pessu tímariti (Andvara 1880, bls. 40—104) hefir
áður verið stutt yfirlit yfir myndunarsögu jarðarinnar,
og í Tímariti Bókmenntafélagsins (1882 bls. 80—99)
1) G. G. Winkler: Island, der Bau seiner Gebirge und des-
sen geologische Bedeutung. Miinchen 1863, bls. 214—224.
2) G. W. Paijkull: Bidrag till kannedoraen om Islands bergs-.
byggnad. Stockholm 1867, bls. 47.