Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 145
139
og mjóum fjörðum, langt frá úthafi, koma af því
sterkir straumar og getur svo hafa lialdizt opin einhver
rifa, sem frá því í öndverðu var í fjarðarbotninum; aur
og leir hafa borizt burt og eigi getað sezt par vegna
straumhörkunnar. Kóngavakir pessar eru ekki neitt
fjarska djúpar, eptir pví sem kunnugir menn sögðu mér;
pær voru mældar pegar rejmt var að slæða upp lík Frið-
riks prófasts Jónssonar, er drukknaði í peim 1840, en sögu
maðurinn mundi ekki dýpið, er hann sagði mér. Fór-
um við út með þorskafirði öllum austan megin og út fyrir
Reykjanes. Háir malarkambar brimbarðir eru beggja meg-
in við fjörðinn og eru þeir einstaklega glöggir fyrir utan
Laugaland og eru par 120 feta liáir yfir sjó. A Lauga-
landi eru laugar, eins og nafnið sýnir; eru tvær í tún-
inu;er hiti í þeirri, sem er nær bænum, 58° C, en 65°
C í hinni; vatnið kvað vera meira í laugum pessum
við flóð en fjöru, enda er pað eðlilegt, pví þær eru að
eins fá fet yfir sjávarmáli. Niðri í fjörum fyrir neðan
og utan bæinn kemur í fjörusandinum víða fram heitt
vatn; er sandurinn sumstaðar samfastur; loða kornin
saman af liverahrúðursveru, sem sezt hefir úr vatninu;
heitast í fjörunni var 66° C. í horninu á Keykja-
nesfjallinu eru margir gangar og sumir stórir, snýr
einn hliðinni við og sýnist vera eins og pil utan í hlíð-
inni, alveg eins og gangur sá, sem fyr hefir verið nefnd-
ur hjá Bíldudal. Komum við að Stað og riðum svo að
Eeykhólum.
J>að er mjög staðarlegt að horfa heim að Reykhólum,
enda hefir par, sem allir vita, ávallt verið eitt liið
mesta höfuðból hér á landi. Bújörðin er stór og ágæt,
og selveiðin og dúntekjan eru hér hin mestu hlunnindi.
Fyrir vestan Keykhóla eru fjarska mikil engi og gras-
sléttur; sjálfur bærinn stendur á lítilli hólapyrpingu,
sem verður eins og ávallt hvel upp úr sléttunni; kring
um bæinn standa alstaðar reykirnir upp úr hverunum.
Útsjónin er mjög fögur; fyrir framan er ótölulegur grúi