Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 185
179
pokuúðar og óþerrar mjög til meins. |>að eru munn-
mæli, að áður hafi verið akkerislega í Barðsvík hjá
Staðarhóli, sem er töluvert frá sjó, þar sem farið er yfir
ósana. Fyrir utan Barðsvík tekur við lægra og ávalara
fjall; einn hjallinn er upp af öðrum, og mýrar og forir
undir nrðarbörðunum, þar sem ekki eru stórir skaflar.
Pórum við niður grunnt skarð niður í Smiðjuvík. Smiðju-
vík er grynnri skál í bergið en hinar víkurnar og nær ekki
niður að sjó; eru hamrar fyrir neðan bæinn niður að sjónum,
björg fyrir utan og innan, og forsar niður bergið. Yið riðum
út Smiðjuvíkurbjarg íram með brúnuuum; hallar bjarginu
inn, og eru þar smátjarnir hér og hvar, og töluvert gras
nærri brúnunum ; götur eru víða tæpar yzt við bjarg-
röndina ; eru það troðningar eptir þá, sem sækja fugl
út í Hornbjarg; nú var hér nærri alveg fuglalaust ;
hér og hvar sást einstaka rita á fiugi. Leiðin liggur
utarlega um Drífandadal; það er hvolf niður í bjargið,
og liár og mikill foss fram af berginu ; þar fyrir utan
er enn dalskvompa, sem heitir Hólkabætur, áður maður
kemur að Bjarnarnesi.
Bjarnarnes er hamratangi út í sjóinn, undan lægð eða
dal, sem hér verður fyrir sunnan Axarfjall ; þar er urð
við sjóinn, og illt að setja skip; er land hér mjög lirjóstr-
ugt og gróðurlaust. þetta er einn með afskekktustu bæj-
um á landinu, engin byggð nærri; snjóljöll og öræfi fyr-
ir ofan, en íshafið fyrir utan; hér hafa menn ekkert að
skemmta sér við nema brimlöðrið við bjargtangann, haf-
ísinn og fuglagargið, og er mikið að nokkur maður skuli
haldast við á þessum eyðiklöppum. Bóndinn, Jón Guð-
mundsson, er hinn eini, sem heldur fréttablað hér á
Norður-Ströndum, og les þær nýjar bækur, sem hann
getur náð í; en það má nærri geta, hve fljótt og
greiðlega blöð og bælcur berast á þenna útkjálka, þar
sem engir póstar koma nærri; Guðmundur Ólafsson 1
Smiðjuvík er í J>jóðvinafélaginu, og veit eg ekki til að
12*